Beiðni um stuðning vegna kaupa á hjartahnoðtæki.

Málsnúmer 201402203

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 12.03.2014

Lagt fram erindi frá Eiríki Þorra Einarssyni, fyrir hönd Ungmennafélagsins Ássins, varðandi söfnun fyrir hjartahnoðtæki fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Erindinu fylgir beiðni um stuðning við verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með kr. 100 þúsund kr. og verður fjármagnið tekið af lið 21-21.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Lagt fram erindi frá Eiríki Þorra Einarssyni, fyrir hönd Ungmennafélagsins Ássins, varðandi söfnun fyrir hjartahnoðtæki fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Erindinu fylgir beiðni um stuðning við verkefnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið með kr. 100 þúsund kr. og verður fjármagnið tekið af lið 21-21.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 19.01.2015

Lagt fram þakkarbréf, dags. 16. des. 2014 frá Kristínu Albertsdóttur f.h. Heilbrigðisstofnunar Austurlands þar sem þakkað er fyrir stuðning við kaup á Lucas hnoðbretti.
Bæjarráð fagnar framtaki umgmennafélagsins Ássins, en félagið stóð fyrir söfnun meðal fyrirtækja og einstaklínga til að kaupa umrætt tæki, sem nú hefur verið keypt og afhent HSA á Egilsstöðum.