Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

280. fundur 19. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lögð fram drög að verkfallslista fyrir Fljótsdalshérað, sem sveitarfélögum ber að gera og leggja síðan fram og auglýsa skv. reglum þar um fyrir 1. febrúar.
Bæjarráð fór yfir listann, uppfærði hann og samþykkti hann þannig til framlagningar. Verður listinn síðan sendur til samþykktar og birtingar í B-deild stjórnartíðinda.

2.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 14.jan.2015

Málsnúmer 201501096

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 181. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201501120

Varðandi lið 1c í fundargerðinni er þeim lið vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar. Bæjarráð tekur að öðru leyti jákvætt í þær hugmyndir sem fram hafa komið varðandi nýtingu tanksins.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4.Beiðni um stuðning vegna kaupa á hjartahnoðtæki.

Málsnúmer 201402203

Lagt fram þakkarbréf, dags. 16. des. 2014 frá Kristínu Albertsdóttur f.h. Heilbrigðisstofnunar Austurlands þar sem þakkað er fyrir stuðning við kaup á Lucas hnoðbretti.
Bæjarráð fagnar framtaki umgmennafélagsins Ássins, en félagið stóð fyrir söfnun meðal fyrirtækja og einstaklínga til að kaupa umrætt tæki, sem nú hefur verið keypt og afhent HSA á Egilsstöðum.

5.Starfsmannamál

Málsnúmer 201501095

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Kolbrúnu Magnúsdóttur, varaðandi stefnu í starfsmannamálum sveitarfélagsins.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir að vekja athygli á málinu. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að fara yfir núgildandi starfsmannastefnu sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að undirbúa það verkefni og leggja fram tillögur að verkefninu á næsta fundi bæjarráðs.

6.Samstarf um þróunarverkefni

Málsnúmer 201501125

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. jan. 2015 þar sem kynnt er samstarfsverkefni við sveitarfélög í Slóvakíu um þátttökulýðræði og vitundarvakningu íbúa um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun.

Bæjarráð tekur jákvætt í þátttöku í verkefninu og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við fulltrúa Sambands ísl. sveitarfélaga um framhald málsins.

7.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

Málsnúmer 201410070

Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. jan. 2015 frá Hjörleifi Guttormssyni með hugmyndum um varðveislu sæluhússins á Fagradal og upplýsingagjöf um sögu sæluhúsa á þessum stað.

Bæjarráð hefur þegar samþykkt heimild til handa eigenda hússins um niðurrif þess, samkvæmt beiðni hans. Björgunarsveitin Hérað er núverandi eigandi hússins og því er framvinda málsins í höndum hennar.
Að mati bæjarráðs eru tillögur bréfritara þó allrar athygli verðar og hvetur bæjarráð til þess að bréfritari taki þær upp við eigenda hússins.
Fulltrúar Fljótsdalshrepps komu til fundar við bæjarráð kl. 11:00 til að fara yfir sameiginleg mál.

Fundi slitið - kl. 11:00.