Starfsmannamál

Málsnúmer 201501095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 280. fundur - 19.01.2015

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Kolbrúnu Magnúsdóttur, varaðandi stefnu í starfsmannamálum sveitarfélagsins.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir að vekja athygli á málinu. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að fara yfir núgildandi starfsmannastefnu sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að undirbúa það verkefni og leggja fram tillögur að verkefninu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 26.01.2015

Bæjarstjóri og skrifstofustjóri fóru yfir nokkrar hugmyndir sem hafa verið til skoðunar, varðandi útfærslu á endurskoðun á starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Þeim síðan falið að vinna málið áfram.