Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

210. fundur 04. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðbjörg Björnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

Málsnúmer 201501262

Á fundinn mætti Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri og kynnti starfsáætlun félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015.

Aðrir sem til máls tóku voru: Gunnar Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurnir. Að lokum svaraði Guðrún Frímannsdóttir þeim spurningum sem fram höfðu komið.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 281

Málsnúmer 1501013

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson,sem ræddi liði 2.5 og 2.6 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.5.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501132

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.3.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501192

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn breytingu á aðalfulltrúum til setu á Landsþingi Sambands Ísl sveitarfélaga. Aðalfulltrúar verði: Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson.
Varamenn verði Guðmundur Kröyer, Sigrún Blöndal og Páll Sigvaldason.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Starfsmannamál

Málsnúmer 201501095

Í vinnslu.

2.5.Aðstaða Leikfélags Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201501207

Lagt fram og rætt erindi frá forsvarsmönnum Leikfélags Fljótsdalshéraðs, dags. 17. jan. 2015 varðandi aðstöðu fyrir leikfélagið til æfinga, geymslu og leikmyndagerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn leikfélagsins til að reyna að finna lausn á málinu og felur bæjarstjóra að vinna það mál áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Rafræn skilríki

Málsnúmer 201501212

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka upp Íslykil/rafræn skilríki og verður kostnaðurinn færður á bókhaldslykilinn 21-41 rafræna stjórnsýslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Frumvarp til laga um örnefni

Málsnúmer 201501220

Lagt fram til kynningar.

2.8.Dýralæknaþjónusta

Málsnúmer 201501224

Sjá umfjöllun undir lið 5.7 í þessari fundargerð.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 282

Málsnúmer 1501021

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 3.1 og 3.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu við lið 3.7 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.7. og vakt athygli á mögulegu vanhæfi sínu, og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.7. og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5 Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 3.5 og 3.2 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.5.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka þátt í aukakostnaði skíðasvæðisins í Stafdal, vegna kaupa á beltum undir snjótroðarann. Þeim kaupum hefur verið frestað fram til þessa og eru núverandi belti troðarans talin á síðasta snúningi.
Endanleg fjárhæð liggur ekki fyrir, en viðauki verður gerður við fjárhagsáætlun, þegar endanlegur kostnaður og skipting hans verður ljós.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2014-2015

Málsnúmer 201501234

Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 1-6.

3.3.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268

Lagt fram til kynningar.

3.4.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 29.01.2015

Málsnúmer 201501271

Lagt fram til kynningar.

3.5.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Hallormsstaðaskóli á farsæla sögu allt frá því skólinn var settur í fyrsta sinn í upphafi árs 1967. Undanfarin ár hefur börnum í skólahverfi skólans hins vegar farið stöðugt fækkandi og sum þeirra sækja skólavist í aðra skóla en sinn heimaskóla. Nemendur Hallormsstaðaskóla fylla á skólaárinu 2014-2015 aðeins einn tug. Þar sem ekki eru vísbendingar um breytingar á þessari þróun er það mat þeirra sem að skólanum standa, þ.e. sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, að ekki séu lengur forsendur fyrir að skólahaldi í Hallormsstaðaskóla verði haldið þar áfram og er lagt til að því verði hætt frá og með næsta skólaári. Í framhaldi af því þurfa sveitarstjórnirnar að skipa sem fyrst starfshóp sem fái það verkefni að vinna drög að nýjum samningi á milli sveitarfélaganna um samstarf í grunn,-leik- og tónlistarskólaþjónustu

Jafnframt taki sveitarstjórnirnar afstöðu til þess hvernig skuli farið með þær eignir er hýst hafa skólastarf á Hallormsstað á umliðnum árum.

Í starfshópnum sitji oddviti Fljótsdalshrepps, ásamt öðrum fulltrúa frá Fljótsdalshreppi og bæjarstjóri Fljótdalshéraðs, ásamt öðrum fulltrúa frá Fljótsdalshéraði. Með hópnum starfi fræðslufulltrúi og starfsmaður eignasviðs Fljótsdalshéraðs. Stefnt verði að því að starfshópurinn taki sem fyrst til starfa og að drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2015. Bæjarráði verði falið að ganga frá skipan í starfshópinn.

Bæjarstjórn óskar eftir því við fræðslunefnd að hún fjalli um frágang við lok skólahalds á Hallormsstað í samráði við sveitarstjórn Fljótsdalshrepps.

Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 201211118

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar og samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Auglýsinga- og fjölmiðlastefna sveitarfélaga

Málsnúmer 201501270

Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá Stefáni Boga Sveinssyni f.h. Austurfréttar, dags. 28. janúar 2015 varðandi auglýsingar sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs mælist bæjarstjórn til þess við starfsmenn sveitarfélagsins að þeir nýti auglýsingar í staðbundnum fjölmiðlum, þegar það þykir vænlegur kostur.
Taka verður þó tillit til þess að í tilfellum sveitarfélaga þarf að tryggja að slíkar auglýsingar komi fyrir sjónir sem flestra íbúa.

Samþykkt með 7 atkv. en tveir voru fjarverandi (SBS. og GI.)

3.8.Frumvarp til laga um Menntamálastofnun

Málsnúmer 201501260

Lagt fram til kynningar.

3.9.Frumvarp til laga um grunnskóla

Málsnúmer 201501272

Lagt fram til kynningar.

3.10.Starfsmannamál

Málsnúmer 201501095

Í vinnslu.

3.11.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 12

Málsnúmer 1501012

Til máls tóku: Guðbjörg Björnsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.2.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Atvinnumálasjóður 2015

Málsnúmer 201501196

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

4.2.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur til að móta dagskrá til að minnast hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna og að eftirfarandi aðilar myndi starfshópinn:
Bára Stefánsdóttir, Björn Gísli Erlingsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Halla Eiríksdóttir. Starfsmanni nefndarinnar falið að kalla hópinn saman.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Samningur um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201501022

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf. um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.
Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 22. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Umsókn um styrk vegna "hreindýramessu"

Málsnúmer 201501127

Í vinnslu.

4.5.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. nóvember 2014

Málsnúmer 201412055

Lögð fram til kynningar.

4.6.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns 12.des.2014

Málsnúmer 201501012

Lögð fram til kynningar.

4.7.Myndasafn til varðveislu

Málsnúmer 201406071

Fyrir liggja drög að samningi við Þórarin Hávarðsson um varðveislu og afnot af myndefni sem varðveitt verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi að upphæð kr. 223.000, sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 15

Málsnúmer 1501019

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.7. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.9 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.7. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.9 og svaraði fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.7 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 5.7 og 5.9.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 135

Málsnúmer 1501020

Fundargerðin staðfest.

5.2.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201501062

Erindi í tölvupósti dagsett 12.01. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Lögurinn slf. kt. 4312140320, ábyrgðarmaður er Sigrún Hólm Þórleifsdóttir kt. 211086-5579, Starfsstöð er Furuvellir 11, Egilsstöðum.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201501233

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

5.4.Fyrrverandi neysluvatnstankur á Þverklettum.

Málsnúmer 201501152

Í vinnslu.

5.5.Beiðni um umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201501130

Erindi dagsett 15.01. 2015 þar sem Jón Jónsson hrl. kt. 090976-5249 óskar eftirfarandi:
Samþykki sveitarstjórnar vegna fyrirhugaðra landskipta og umsögn vegna þeirra.
Einnig er óskað eftir umsögn um stofnun lögbýlis á hinum nýja jarðarhluta úr landi Hallbjarnarstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn landskiptin og gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á hinum nýja jarðarhluta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

Málsnúmer 201410014

Í vinnslu.

5.7.Dýralæknaþjónusta

Málsnúmer 201501224

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gagnrýnir harðlega þá stöðu sem uppi er í dýralæknaþjónustu á vegum Matvælastofnunar á Mið-Austurlandi. Ljóst er að svæðið er of víðfeðmt fyrir það skipulag sem nú er unnið eftir. Bent er á að sú staða sem upp kom nú í vetur, þegar enginn dýralæknir var við störf á stórum hluta svæðisins í þrjár vikur, var allskostar óviðunandi og ástæða til að ætla að það samræmist ekki lögum um velferð dýra.

Bæjarstjórn mun beita sér fyrir úrbótum í þessu máli í samráði við ráðherra málaflokksins og Matvælastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

Málsnúmer 201501228

Í vinnslu.

5.9.Umhverfi og ásýnd

Málsnúmer 201407056

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var umgengni á og við óbyggðar lóðir í þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur mikla áherslu á að lausamunir á óbyggðum lóðum séu fjarlægðir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Hreinsun bílaplana vegna þjónustuþega félagsþjónustunnar.

Málsnúmer 201501229

Afgreiðsla umhverfis-og framkvæmdanefndar staðfest.

5.11.Fyrirspurn um sorpurðun á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201501230

Erindi dagsett 20.01. 2015 þar sem Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, óskar eftir svörum við meðfylgjandi fyrirspurnum vegna mögulegrar nýtingar sveitarfélagsins Norðurþings á sorpurðunarstaðnum á Tjarnarlandi.
Fyrir liggja svör við fyrirspurn Norðurþings í fjórum liðum dagsett 26.01. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir svör umhverfis- og framkvæmdanefndar í framlögðu skjali, dags. 26.1. 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.12.Beiðni um að fá að setja upp vegvísi

Málsnúmer 201501193

Í vinnslu.

5.13.Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

Málsnúmer 201501231

Í vinnslu.

5.14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, verkefni framundan

Málsnúmer 201501232

Lagt fram til kynningar.

5.15.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins/Brúarásskóli

Málsnúmer 201501227

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdarnefnd og leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.16.Fellaskóli/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201501072

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdarnefnd og leggur áherslu á að forstöðumenn stofnana bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.17.Landsskipulagsstefna 2015-2026

Málsnúmer 201401195

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.18.Viðhaldsverkefni fasteigna 2015

Málsnúmer 201501259

Lagt fram til kynningar.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 212

Málsnúmer 1501016

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Fjármál á fræðslusviði - Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri mætir á fundinn

Málsnúmer 201501221

Lagt fram til kynningar.

6.2.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 201211118

Vísað í afgreiðslu á lið 3.6 í þessari fundargerð.

6.3.Fundur leik- og grunnskólastjóra á Austurlandi vegna sameiginlegs verkefnis um bættan námsárangur

Málsnúmer 201501223

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með sameiginlegt verkefni leik- og grunnskóla á Austurlandi og hvetur til samstarfs um þetta mikilvæga mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Námskeið fyrir skólanefndir

Málsnúmer 201501058

Lagt fram til kynningar.

6.5.Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna

Málsnúmer 201501222

Lagt fram til kynningar.

6.6.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálanefnd - 132

Málsnúmer 1501015

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun:

Fundargerðin staðfest.

7.1.Barnaverndartilkynningar árið 2014

Málsnúmer 201501241

Lagt fram til kynningar.

7.2.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2014

Málsnúmer 201501213

Lagt fram til kynningar.

7.3.Yfirlit yfir laun árið 2014

Málsnúmer 201501219

Lagt fram til kynningar.

7.4.Yfirlit rekstraráætlun ársins 2014

Málsnúmer 201501214

Lagt fram til kynningar.

7.5.Reglur um sérsakar húsaleigubætur 2015

Málsnúmer 201501242

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn uppfærðar fyrirliggjandi reglur um sérstakar húsaleigubætur. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn endurbætt umsóknareyðublað vegna sérstakra húsaleigubóta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.