Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 201211118

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 15.12.2014

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar hjá fræðslunefnd.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 13.01.2015

Farið yfir fyrirliggjandi drög og ákveðið að afgreiða umsögn nefndarinnar á næsta fundi.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 27.01.2015

Fyrirliggjandi drög að nýjum samningi um skólaskrifstofuna rædd. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningi en leggur áherslu á að þau atriði sem talin eru aftast í samningsdrögunum fái úrlausn sem fyrst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 282. fundur - 02.02.2015

Bæjarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar og samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Vísað í afgreiðslu á lið 3.6 í þessari fundargerð.