Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

212. fundur 27. janúar 2015 kl. 17:00 - 18:43 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, mætti á fundinn undir 1. lið á dagskránni.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir mættu á fundinn undir liðum 2-5. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Þorvaldur Hjarðar, Dagur Emilsson og Aníta Pétursdóttir mættu á fundinn undir liðum 2-4.

1.Fjármál á fræðslusviði - Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri mætir á fundinn

Málsnúmer 201501221

Guðlaugur Sæbjörnsson mætti á fundinn og fór yfir þróun lykilatriða í fjármálum á fræðslusviði undanfarin ár.

2.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 201211118

Fyrirliggjandi drög að nýjum samningi um skólaskrifstofuna rædd. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningi en leggur áherslu á að þau atriði sem talin eru aftast í samningsdrögunum fái úrlausn sem fyrst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundur leik- og grunnskólastjóra á Austurlandi vegna sameiginlegs verkefnis um bættan námsárangur

Málsnúmer 201501223

Kynntir þeir sáttmálar sem stjórnendur leik- og grunnskóla undirrituðu eftir sameiginlegan starfsdag á Austurlandi fyrr í mánuðinum. Rætt um möguleika á að fræðslunefndarfulltrúar á svæðinu hittist með svipuðum hætti og kynnist forsendum verkefnisins. Jafnframt rætt um að það sé mikilvægt að skólastjórnendur í sveitarfélaginu taki málið til umfjöllunar á sameiginlegum fundum.

4.Námskeið fyrir skólanefndir

Málsnúmer 201501058

Fyrirhuguðu námskeiði hefur verið frestað til 21. febrúar nk. Hvatt til að sem flestir mæti.

5.Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna

Málsnúmer 201501222

Steinunn Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti erindið sem fyrst og fremst varðar hækkun leikskólagjalda 1. janúar sl. Forsendur hækkunarinnar voru ræddar og fram kom að raunhækkun á rekstri leikskólanna kom aðeins að litlu leyti fram í hækkun leikskólagjalda. Nefndin mun taka systkinaafslátt til sérstakrar skoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:43.