Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna

Málsnúmer 201501222

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 27.01.2015

Steinunn Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra, kynnti erindið sem fyrst og fremst varðar hækkun leikskólagjalda 1. janúar sl. Forsendur hækkunarinnar voru ræddar og fram kom að raunhækkun á rekstri leikskólanna kom aðeins að litlu leyti fram í hækkun leikskólagjalda. Nefndin mun taka systkinaafslátt til sérstakrar skoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.