Kynntir þeir sáttmálar sem stjórnendur leik- og grunnskóla undirrituðu eftir sameiginlegan starfsdag á Austurlandi fyrr í mánuðinum. Rætt um möguleika á að fræðslunefndarfulltrúar á svæðinu hittist með svipuðum hætti og kynnist forsendum verkefnisins. Jafnframt rætt um að það sé mikilvægt að skólastjórnendur í sveitarfélaginu taki málið til umfjöllunar á sameiginlegum fundum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með sameiginlegt verkefni leik- og grunnskóla á Austurlandi og hvetur til samstarfs um þetta mikilvæga mál.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að fram fari aukin samræða milli skólastiganna um verkefnið. Fræðslufulltrúa falið að boða til sameiginlegs fundar leik- og grunnskólastjóra og bjóða fulltrúum í fræðslunefnd þátttöku á slíkum fundi. Að öðru leyti er vísað til bókunar við lið 4 hér að framan. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að fram fari aukin samræða milli skólastiganna um verkefnið. Fræðslufulltrúa falið að boða til sameiginlegs fundar leik- og grunnskólastjóra og bjóða fulltrúum í fræðslunefnd þátttöku á slíkum fundi.