Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

220. fundur 08. september 2015 kl. 17:00 - 21:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Þorvaldur Benediktsson og Hrefna Egilsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-10. Skólastjórnendur mættu á fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.

1.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Skólastjórar Egilsstaðaskóla, leikskólans Tjarnarskógar og Tónlistarskólans í Brúarási skýrðu frávik á launalið þeirra stofnana og lögðu mat á endanlega niðurstöðu á launalið viðkomandi stofnana. Skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ hafði sent greinargerð vegna launaliðarins, en hún gat ekki mætt á fundinn. Fræðslunefnd fer þess á leit að skólastjórnendur sem í hlut eiga skili með fjárhagsáætlun 2016 áætlun um endanlega niðurstöðu launaliðar 2015. Fræðslunefnd mun þá leita heimildar ef ljóst er að launaliður muni fara fram úr samþykktum fjárheimildum.

2.Eftirfylgni vegna könnunar á innleiðingu laga

Málsnúmer 201509012

Skólastjórnendur Brúarásskóla, leikskólans Tjarnarskógar og Fellaskóla gerðu grein fyrir niðurstöðum ráðuneytisins á úttekt á innleiðingu laga fyrir sína skóla. Fram kom að ýmsar athugasemdir koma skólastjórnendum á óvart og þeir telja þær ekki í samræmi við svör sín. Þar sem á við munu stjórnendur bregðast við athugasemdum ráðuneytisins og senda fræðslunefnd upplýsingar um það. Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.

3.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

Málsnúmer 201407041

Farið yfir niðurstöður úttektarinnar og ábendingar um úrbætur sem þar koma fram. Formanni og fræðslufulltrúa falið að ganga frá svari til ráðuneytisins fyrir tilskilinn frest. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 201508098

Rætt um mikilvægi þess að skólasamfélagið samþætti verkefnin þjóðarsáttmáli um læsi og verkefni um bættan námsárangur á Austurlandi. Ákveðið að fræðslunefnd sendi Menntamálastofnun fyrirspurn um þann stuðning sem sveitafélagið geti sótt til stofnunarinnar fyrir lok september. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sameiginlegt verkefni leik- og grunnskóla á Austurlandi um bættan námsárangur

Málsnúmer 201501223

Fræðslunefnd leggur áherslu á að fram fari aukin samræða milli skólastiganna um verkefnið. Fræðslufulltrúa falið að boða til sameiginlegs fundar leik- og grunnskólastjóra og bjóða fulltrúum í fræðslunefnd þátttöku á slíkum fundi. Að öðru leyti er vísað til bókunar við lið 4 hér að framan. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Vinnumat í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506135

Rætt um framkvæmd vinnumats í grunnskólum á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd leggur áherslu á að reynslan af framkvæmd vinnumatsins á fyrsta ári þess verði metin með markvissum hætti á síðara hluta skólaárins til að læra af því sem vel tekst til og þess sem betur má fara við framkvæmd vinnumatsins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201509016

Skólastjóri kynnti málið sem varðar aukna einstaklingsbundna stuðningsþörf. Um er að ræða þörf á 90% starfi stuðningsfulltrúa sem þegar hefur verið ráðið í til að bregðast við augljósum þörfum þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Aukin fjárþörf sem af þessu leiðir verður skoðuð með niðurstöðu á launalið stofnunarinnar 2015, sbr. bókun undir lið 1 hér að framan. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2015

Málsnúmer 201508019

Lagt fram til kynningar.

9.Samningur vegna styrks úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015-2016

Málsnúmer 201508006

Lagt fram til kynningar.

10.Skólaþing sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201509017

Lagt fram til kynningar. Dagskrá þingsins verður kynnt í nefndinni þegar hún liggur fyrir og þá verður tekin ákvörðun um hverjir muni sækja þingið af hálfu fræðslunefnar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:15.