Eftirfylgni vegna könnunar á innleiðingu laga

Málsnúmer 201509012

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 08.09.2015

Skólastjórnendur Brúarásskóla, leikskólans Tjarnarskógar og Fellaskóla gerðu grein fyrir niðurstöðum ráðuneytisins á úttekt á innleiðingu laga fyrir sína skóla. Fram kom að ýmsar athugasemdir koma skólastjórnendum á óvart og þeir telja þær ekki í samræmi við svör sín. Þar sem á við munu stjórnendur bregðast við athugasemdum ráðuneytisins og senda fræðslunefnd upplýsingar um það. Samþykkt samhljóða með handa uppréttingu.