Vinnumat í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506135

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 23.06.2015

Rætt um framkvæmd vinnumats í grunnskólum á Fljótsdalshéraði. Málið verður tekið aftur á dagskrá fræðslunefndar í ágúst.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 08.09.2015

Rætt um framkvæmd vinnumats í grunnskólum á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd leggur áherslu á að reynslan af framkvæmd vinnumatsins á fyrsta ári þess verði metin með markvissum hætti á síðara hluta skólaárins til að læra af því sem vel tekst til og þess sem betur má fara við framkvæmd vinnumatsins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Á fundi fræðslunefndar var rætt um framkvæmd vinnumats í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að reynslan af framkvæmd vinnumatsins á fyrsta ári þess verði metin með markvissum hætti á síðara hluta skólaársins, til að læra af því sem vel tekst til og þess sem betur má fara við framkvæmd vinnumatsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.