Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

220. fundur 01. júlí 2015 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300

Málsnúmer 1506015

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.

1.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fundargerð Almannavarnarnefndar Múlaþings 15.júní 2015

Málsnúmer 201506128

Lagt fram til kynningar.

1.3.Fundargerð 39. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201506129

Lagt fram til kynningar.

1.4.Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

Málsnúmer 201503084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn mælist til þess að þessi samningur verði tekinn til umræðu á komandi aðalfundi SSA í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201506130

Í vinnslu.

1.6.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

Málsnúmer 201506108

Lagt fram til kynningar.

1.7.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Í vinnslu.

1.8.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fresta endanlegri ákvörðun í málinu til hausts, þó ekki lengur en til loka september, meðan frekari gagna er aflað og mál sem tengjast rekstri veitunnar skýrast betur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301

Málsnúmer 1506022

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum, Gunnar Jónsson sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.2 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan, Sigrún Blöndal sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.3 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 2.3 og lagði fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Gunnar Jónsson sem ræddi liði 2.4, 2.6, 2.9 og 2.10, Sigrún Blöndal sem ræddi lið2.1, 2.4, 2.9 og 2.10, Páll Sigvaldason sem ræddi lið 2.3 og lagði fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 2.1, Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi lið 2.1 og lagði fram fyrirspurn, Gunnar Jónsson sem svaraði fyrirspurn, Þórður Mar Þorsteinsson sem ræddi liði 2.1, 2.4, 2.9 og 2.10.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Bæjarstjóri fór yfir viðræður við Íf. Hött, varðandi endurnýjun á gólfi íþróttamiðstöðvarinnar og uppbyggingu á íþróttaaðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við Íf. Hött um uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarstjóri fór yfir samþykkt bæjarstjórnar frá síðasta ári um styrk til SKAUST vegna brúargerðar á Eyvindará á móts við aðstöðu Skotfélagsins á Þuríðarstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að greiða Skotfélaginu út kr. 3. milljónir á þessu ári af umræddum styrk. Fjármálastjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna þessa og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Fundargerð 190.fundar stjórnar HEF. dagsett 24.júní 2015.

Málsnúmer 201506162

Bæjarstjórn þakkar stjórn HEF og framkvæmdastjóra fyrir mjög upplýsandi vettvangsferð sem bæjarfulltrúum og deildarstjórum var boðið í sl. laugardag.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2.3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um málefni Hallormstaðaskóla dagsett 23. júní 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir drög að samningi við rekstaraðila Hótels Hallormsstaðar um sturtuaðstöðu í íþróttahúsinu á Hallormsstað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bæjarstjóri kynnti gagntilboð sem gert var vegna sölu á íbúðum í eigu Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs að Fjósakambi 6 a og b.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti tilboðið.

Samþykkt með 7 atkvæðum, einn sat hjá (PS), einn var fjarverandi.

2.4.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Í bæjarráði 29. júní var lagður fram tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu dagsettur 23. júní 2015, svör við fyrirspurnum um uppbyggingu ljósleiðaraaðgangs.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að bætt fjarskiptasamband sé eitt af brýnustu atriðum varðandi bætt búsetuskilyrði í dreifðum byggðum sveitarfélagsins.
Því telur bæjarstjórn að strax verði að bregðast við og endurbæta fjarskiptasambandið. Bæjarstjórn telur að varanleg lausn fáist ekki fyrr en lokið hefur verið við að ljósleiðaravæða sveitarfélagið allt og telur bæjarstjórn að stefna eigi að því marki. Í ljósi þess að því verkefni verður tæpast lokið innan 5 ára, telur bæjarstjórn hins vegar rétt að bregðast við núverandi vanda með því að koma upp öflugra og stöðugra örbylgjusambandi en nú er, sem nái til alls dreifbýlisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir liggur áætlun frá Rafey um slíkt verkefni sumarið 2015 og samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna um aðkomu sveitarfélagsins að því verkefni.

Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins.

Bæjarstjórn telur mikilvægt að þau tækifæri sem bjóðast til að útvíkka ljósleiðaranet innan sveitarfélagsins, t.d. samhliða öðrum lagnaframkvæmdum, séu nýtt af starfandi fjarskiptafyrirtækjum. Sveitarfélagið mun beita sér fyrir því að upplýsingar um slík tækifæri séu kynnt fyrir þeim fyrirtækjum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.6.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til þess að verkefnið verði klárað á árunum 2015 - 2016 og felur atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúa að vinna að samningi við Borgarfjarðarhrepp um framvindu og lok verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Flöggun íslenska fánans á fánastöngum í Tjarnargarðinum.

Málsnúmer 201506146

Í vinnslu.

2.8.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

2.9.Síma/internetmál í þéttbýli.

Málsnúmer 201506148

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Ingvarssyni dagsettur 23. júní 2015, þar sem er kvartað yfir lélegri þjónustu hjá Símanum og Mílu á internetsambandi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bréfritara og telur ástand fjarskiptatenginga víða í þéttbýlinu óásættanlegt. Í ljósi fjölmargra kvartana sem borist hafa sveitarfélaginu er jafnframt ljóst að þjónustu fjarskiptafyrirtækja á svæðinu er stórlega ábótavant. Snýr það ekki síst að þeirri staðreynd að allar beiðnir um þjónustu þurfa að fara í gegnum flókin ferli hjá nokkrum fyrirtækjum, áður en þjónusta er veitt.

Bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að Míla ljúki strax þeim verkefnum í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði, sem fyrirheit hafa verið gefin um á árinu 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

Málsnúmer 201411020

Bæjarstjórn undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðalánasjóði við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði, er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúðalánasjóður setur ekki út á markað. Bæjarstjórn hvetur Íbúðalánasjóð til að koma umræddum eignum sem fyrst út á sölu- og leigumarkað til fullrar nýtingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðalánasjóð og óska eftir því að fasteignir í þeirra eigu á Egilsstöðum verði auglýstar til sölu, eða leigu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Fundir Bæjarráðs í sumarleyfi Bæjarstjórnar 2015.

Málsnúmer 201506160

Farið yfir fundi bæjarráðs þann tíma sem bæjarstjórn er í sumarleyfi, eða frá 2. júlí til 19. ágúst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fella niður fundi bæjarráðs 6. og 27. júlí, auk þess sem ekki verður fundað á frídegi verslunarmanna 3. ágúst. Bæjarráð mun þó verða kallað til fleiri funda komi upp áríðandi mál sem þarfnast skjótra viðbragða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27

Málsnúmer 1506020

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi liði 3.16, Gunnar Jónsson sem ræddi lið 3.23 og lagði fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Páll Sigvaldason sem ræddi lið 3.23.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 140

Málsnúmer 1506014

Fundargerðin lögð fram.

3.2.Beiðni um leyfi fyrir þjónustuhúsi á Fellavelli

Málsnúmer 201505129

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.3.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201505082

Í vinnslu.

3.4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201506022

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201505170

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.6.Umsókn um byggingarleyfi/gróðurhús

Málsnúmer 201403067

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.7.Umsókn um rekstrarleyfi/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201506082

Erindi í tölvupósti dags.09.06. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi fyrir íbúð 0101 að Hamragerði 7 Egilsstöðum.
Umsækjandi er Fasteignafélagið Jaxlar Jaxlar kt. 540514-1190.
Starfsstöð er Hamragerði 7 íbúð 0101, Fljótsdalshéraði.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Umsókn um rekstrarleyfi/gisting

Málsnúmer 201506019

Erindi í tölvupósti dags.09.06. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl.II. Umsækjandi er Sigríður Ævarsdóttir kt.180663-7469. Starfsstöð er Finnsstaðir I, Fljótsdalshéraði. Gestafjöldi 7.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/umsagnarbeiðni

Málsnúmer 201506121

Erindi í tölvupósti dags.15.06. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt leyfi til sölu gistingar fl.I. Umsækjandi er Elsa Björg Reynisdóttir kt.210365-4009. Starfsstöð er Mjóanes 1, 701 Egilsstaðir.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.10.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu

Málsnúmer 201506116

Lagt er fram minnisblað frá Lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að allt húsnæði í sveitarfélaginu sem notað er til sölu gistingar verði skattlagt skv. skattflokki C frá 01.01.2016.
Starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að birta auglýsingu þar um sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015

Málsnúmer 201506042

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið greiði allt að kr. 268,- pr. skammt fyrir garnaveikibóluefni fyrir veturgamalt og tveggja vetra fé í Héraðshólfi, sem bólusett var síðastliðið haust. Kostnaðurinn færist af lið 13.29 önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Eyvindará 2, uppbygging ferðaþjónustu

Málsnúmer 201506103

Erindi dagsett 10.06. 2015 þar sem Sveinn Guðmundsson hrl. f.h. ábúenda að Eyvindará 1, Eyvindará IV, lóðar nr. 7 (austan við lóð Eyvindarár II), og eigandi lóðar sem er hluti úr lóð Eyvindarár IV, gerir athugasemd við uppbyggingu á lóðinni Eyvindará II.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að óskað verði eftir fundi með málsaðilum.

Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum bréfritara um ástand heimreiðar og brúar til Vegagerðarinnar til upplýsinga og úrbóta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.13.Fundargerð 123. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201506078

Lagt fram til kynningar.

3.14.Fundargerð húsfélagsins Miðvangi 18, 11.06.2015

Málsnúmer 201506111

Lagt fram til kynningar.

3.15.Samningur um refaveiði.

Málsnúmer 201409031

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

3.16.Beiðni um afnot af knattspyrnuvellinum í Selskógi fyrir hlussubolta

Málsnúmer 201506133

Erindi dagsett 15.06. 2015 þar sem Guðjón Hilmarsson kt. 151079-5209 og Bylgja Borgþórsdóttir kt. 070380-5369 óska eftir stöku afnotum af knattspyrnuvellinum í Selskógi fyrir hlussubolta (bubbleball).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.17.Beiðni um að taka landspildu í fóstur

Málsnúmer 201506127

Erindi dagsett 16.06. 2015 þar sem Eyþór Hannesson kt. 280655-0079 og Alda Ósk Jónsdóttir kt. 150659-2569 óska eftir að taka landspildu í fóstur við austurhlið lóðar sinnar að Árskógum 20, Egilstöðum. Með fylgir loftmynd af fyrirhugaðri spildu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að landspildan verði tekin í fóstur. Bæjarstjórn áskilur sér rétt til að taka landið eða hluta þess til baka ef sveitarfélagið telur þörf á án þess að greiðsla komi fyrir. Skipulag og umhirða svæðisins verði gerð í samráði við umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.18.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201409120

Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 23.09. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á lóðinni Fossgerði/Lóð 4 þegar breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs hefur verið staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.19.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Erindi dagsett 10.06. 2015 þar sem íbúar að Lagarási 2 mótmæla því, að sveitarfélagið mismuni eldri borgurum með þátttöku í garðslætti á grundvelli þess hvort íbúinn sé í einbýli, raðhúsi eða blokkaríbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lítur svo á að húsfélög fjöleignahúsa falli ekki undir reglur um garðslátt öryrkja og eldri borgara og á þeim forsendum sé ekki um mismunun að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.20.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

Málsnúmer 201506106

Í vinnslu.

3.21.Beiðni um frest á flutningi

Málsnúmer 201506137

Erindi í tölvupósti dagsett 08.06. 2015 þar sem Hróar Björnsson, f.h. Björns Oddssonar, óskar eftir fresti til að fjarlægja frístundahús á lóðinni Unalækur D7.
Fyrir liggur niðurstaða stjórnarfundar í Unalæk ehf.sem haldinn var 05.06. 2015 ásamt ábyrgðarbréfi til Björns Oddssonar dagsett 28.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að ekkert verði aðhafast í málinu til 24. júlí 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.22.Breyting á Aðalskipulagi til umsagnar

Málsnúmer 201506138

Erindi í tölvupósti dagsett 08.06. 2015 þar sem Valur Sveinsson f.h. Fjarðabyggðar óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögur að tveimur aðalskipulagsbreytingum í Fjarðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.23.Brú við Klaustursel

Málsnúmer 201506139

Til umræðu er flutningur á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Klaustursel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að kannað verði með framtíðarnot fyrir brúna í sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn samþykkir að kalla eftir hugmyndum á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs um mögulega nýtingu brúarinnar í framtíðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.24.Hafrafellsbæir vegvísir

Málsnúmer 201506140

Í vinnslu.

3.25.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði". Málið var áður á dagskrá 10.06. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.26.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135

Lögð er fram tillaga frá ARKÍS um þóknun fyrir endurskoðun á miðbæjarskipulaginu á Egilsstöðum dagsett 23.06. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við ARKÍS um framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.27.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

Málsnúmer 201505076

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05. 2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 10.06. 2015.
Fyrir liggur tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22. júní 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til töluliðs 2.04 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, nr.106/2000 og 2. viðauka sömu laga, þá telur umhverfis- og framkvæmdanefnd að ekki þurfi umhverfismat framkvæmda.
Bæjarstjórn samþykkir að framlögð tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22. júní 2015 verði send Skipulagsstofnun til meðferðar skv.2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.28.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Í vinnslu.

3.29.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

Málsnúmer 201408036

Í vinnslu.

3.30.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Í vinnslu.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219

Málsnúmer 1506016

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum, Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi liði 4.1, 4.2, 4.3 og 4.13 og lagði fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 4.1, 4.2 og 4.3, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Eftirlitsskýrsla Haust/Leikskólinn Tjarnarland og móttökueldhús

Málsnúmer 201506014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að nauðsynlegt og reglubundið viðhald á húsnæði og lóð á Tjarnarlandi fari fram þannig að ekki séu gerðar endurteknar athugasemdir við það af hálfu HAUST. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Eftirlitsskýrsla HAUST/Leikskólinn Skógarland, móttökueldhús og lóð

Málsnúmer 201506015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að nauðsynlegt og reglubundið viðhald á húsnæði og lóð fari fram. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Eftirlitsskýrsla HAUST/ Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201506077

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Samstarf um þróunarverkefni í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201506134

Í vinnslu.

4.5.Eftirlitsskýrsla HAUST 2015/Brúarásskóli

Málsnúmer 201505125

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Fellaskóli

Málsnúmer 201505147

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.7.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.8.Eftirlitsskýrsla HAUST/Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201505165

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.9.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Lagt fram til kynningar.

4.10.Vinnumat í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506135

Í vinnslu.

4.11.Komdu þínu á framfæri

Málsnúmer 201412054

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því hversu góð þátttaka var á fundinum á Fljótsdalshéraði og hversu jákvæðir nemendur almennt eru í garð skóla og skólastarfs í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd mun skoða vandlega ábendingar um það sem nemendum finnst að betur megi fara og má þar sérstaklega draga fram ábendingar þeirra um nauðsynlegar umbætur á tölvubúnaði og nettengingum. Grunnskólastjórar munu taka skýrsluna upp á fundi sínum í ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Skólaakstur 2015-2016

Málsnúmer 201506131

Í vinnslu.

4.13.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar felur bæjarstjórn fræðslufulltrúa að senda foreldrum og starfsfólki í grunn- og tónlistarskólum skýrsluna með niðurstöðum á úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði til að tryggja að skólasamfélagið þekki skýrsluna.

Fræðslunefnd mun í samræmi við tillögur í skýrslunni endurskoða starfslýsingu fræðslufulltrúa og fer þess á leit að bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar beri ábyrgð á að sú vinna fari fram og tillaga verði kynnt í nefndinni í haust.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Að tillögu fræðslunefndar óskar bæjarstjórn eftir að umsjónarmaður tölvumála vinni úttekt á tölvubúnaði og nettengingum í skólastofnunum sveitarfélagsins með tillögum um úrbætur þar sem þörf er á.

Bæjarstjórn mælist til að frekari umfjöllun um skýrsluna fari fram á fundum fræðslunefndar að loknu sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

Málsnúmer 201505162

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um sameiningu tónlistarkennslu á framhaldsstigi á einum stað í Reykjavík, enda væri þar um alvarlega mismunum á aðstöðu tónlistarnemenda að ræða. Mjög mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga þess kost geti stundað tónlistarnám sitt í heimabyggð. Bæjarstjórn bendir á mikilvægi þess að varanleg og ásættanleg niðurstaða varðandi skipulag og fjármögnun tónlistarkennslu finnist sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Félagsmálanefnd - 136

Málsnúmer 1506011

Til máls tóku: Þórður M. Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum, Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 5.9.

Fundargerðin lögð fram:

5.1.Leyfi til að taka börn í sumardvöl

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.2.Könnun á afkomu öryrkja á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506089

Lagt fram til kynningar.

5.3.Gjaldskrá heimaþjónustu 2015

Málsnúmer 201506113

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn drög að uppfærðri gjaldskrá heimaþjónustu og að hún taki gildi frá 15. júlí 2015. Sú breyting er gerð á gjaldskránni að heimaþjónusta vegna fatlaðra barna er gjaldfrí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Reglur um greiðslu lögmannskostnaðar í barnavernd.

Málsnúmer 201506114

Drög að uppfærðum reglum félagsmálanefndar um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum eru lagðar fram.

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

5.5.Árs og starfsáætlun Bláargerði 2015

Málsnúmer 201506123

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.6.Árs og starfsáætlun Hamragerði 2015

Málsnúmer 201506124

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.7.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

Málsnúmer 201502127

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.8.Barnaverndarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

5.9.Átak í meðferð heimilisofbeldismála.

Málsnúmer 201506154

Á fundi félagsmálanefndar var lagt fram erindi frá Lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem óskað er eftir samstarfi um átak í meðferð heimilisofbeldismála er kynnt fyrir nefndinni. Í erindinu er óskað eftir því að gerður verði samningur á milli Lögreglunnar á Austurlandi og Fljótsdalshéraðs um breytt verklag þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur starfsmanni og bæjarstjóra að ræða við aðildarsveitarfélögin um verkefnið og taka það til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 201406111

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar 2015 hefjist að loknum fundi hennar 1. júlí og að fyrsti fundur hennar eftir sumarleyfi verði miðvikudaginn 19. ágúst.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 201505023

Tengd málinu voru frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli og skýrsla svokallaðrar "Rögnunefndar" um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu.

Til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson, Þórður Mar Þorsteinsson, Gunnar Jónsson, Sigrún Blöndal, Guðmundur Sveinsson Kröyer, Gunnar Jónsson, Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson sem lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B-lista:

Það er samfélögum úti um landið afar mikilvægt að til staðar séu samgöngumannvirki sem tryggja traustar og skjótvirkar samgöngur við höfuðborg Íslands og þá sameiginlegu þjónustu sem þar hefur verið byggð upp fyrir landið allt. Reykjavíkurflugvöllur þjónar þessu hlutverki í dag. Meðan ekki er búið að leysa hann af hólmi er algjörlega óásættanlegt að hann verði látinn víkja eða að honum þrengt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs lýsti á fundi sínum þann 20. maí yfir stuðningi við frumvarp til laga um skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar. Jafnframt lýsti bæjarstjórn því yfir að eðlilegt gæti talist að sambærilegar reglur giltu um alla millilandaflugvelli. Við studdum málið þá og teljum að þær breytingar sem síðan hafa verið gerðar á frumvarpinu séu í fullu samræmi við þessa samþykkt bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og styðjum það heilshugar sem fyrr.

Nú nýverið skilaði stýrihópur ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair group, svonefnd Rögnunefnd, skýrslu sinni um flugvallarkosti fyrir innanlandsflug, aðra en Vatnsmýri, þó að auki sé farið yfir nokkra valkosti sem fela í sér breytingar á flugvellinum þar.

Við teljum skýrsluna geta verið ágætt innlegg í áframhaldandi umræðu um staðsetningu innanlandsflugsins en teljum þó að hún geti ekki falið í sér nein endanleg svör hvað það varðar. Við lýsum okkur sem fyrr reiðbúin til þátttöku í málefnalegri umræðu um framtíð innanlandsflugsins. Við viljum hinsvegar ítreka mikilvægi þess að allir aðilar þessa máls, og þá ekki síst Reykjavíkurborg, komi upp úr skotgröfunum, viðurkenni þá hagsmuni sem samfélögin úti um landið hafa af tryggri tengingu við höfuðborgina og vinni af heilindum að lausn málsins þannig að tekið sé tillit til allra hagsmunaaðila þessa máls.

8.Skólaakstur 2015-2016

Málsnúmer 201506131

Til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson og Gunnar Jónsson.

Mál í vinnslu. Vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kosningar til eins árs.

Málsnúmer 201506169

Samkvæmt samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi skal kjósa fulltrúa til aðalfundar ár hvert. Fljótsdalshérað hefur 11 fulltrúa á aðalfundinum og 11 til vara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Gunnar Jónsson, Á
Þórður Mar Þorsteinsson, Á
Gunnhildur Ingvarsdóttir, B
Páll Sigvaldason, B
Stefán Bogi Sveinsson, B
Anna Alexandersdóttir, D
Guðmundur S Kröyer, D
Árni Kristinsson, L
Sigrún Blöndal, L
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri

Varamenn:
Esther Kjartansdóttir, Á
Sigvaldi H. Ragnarsson, Á
Kristjana Jónsdóttir, B
Gunnar Þór Sigbjörnsson, B
Eyrún Arnardóttir, B
Guðbjörg Björnsdóttir, D
Viðar Hafsteinsson, D
Ragnhildur R. Indriðadóttir, L
Ingunn Bylgja Einarsdóttir, L
Stefán S. Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri
Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.