Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

Málsnúmer 201506106

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 12.06.2015 þar sem Bryndís Fiona Ford skólameistari Hússtjórnarskólans óskar eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar leyfi fyrir þeim húsum sem nú eru á lóð Hússtjórnarskólans, og eru notuð til gistingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fela umhverfis-og skipulagsfulltrúa að taka saman upplýsingar um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 12.06.2015 þar sem Bryndís Fiona Ford skólameistari Hússtjórnarskólans óskar eftir upplýsingum um stöðu mála hvað varðar leyfi fyrir þeim húsum sem nú eru á lóð Hússtjórnarskólans, og eru notuð til gistingar. Málið var áður á dagskrá 24.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þann 21.05.2007 samþykkt skipulags- og byggingarnefnd að veita tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir fjórum litlum húsum á lóð Handverks- og Hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Þar sem stöðuleyfið er útrunnið þá samþykkir
umhverfis- og framkvæmdanefnd að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kalla eftir áformum leyfishafa um húsin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að fylgja eftir gildistíma stöðuleyfa og að farið sé eftir reglum varðandi þau.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32. fundur - 28.09.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2015 þar sem Þráinn Lárusson svarar fyrirspurn um smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2015 þar sem Þráinn Lárusson svarar fyrirspurn um smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Málið var áður á dagskrá 28.09.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að húsin verði fjarlægð og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08. 2015 þar sem Þráinn Lárusson svarar fyrirspurn um smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Málið var áður á dagskrá 28.09.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að húsin verði fjarlægð og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45. fundur - 12.04.2016

Erindi dagsett 15.03.2016 þar sem Þráinn Lárusson kt. 150462-7549 f.h. 701 Hótels ehf. óskar eftir fresti til að fjarlægja smáhýsin af landi Skógræktar ríkisins á Hallormsstað til haustsins 2018.

Karl Lauritzson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu. Nefndin samþykkir að frestur til að fjarlægja húsin verði til 1. nóvember 2016.

Já sögðu 3 (PS, EK og GRE) einn situr hjá (ÁK)


Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 20.04.2016

Erindi dagsett 15.03. 2016 þar sem Þráinn Lárusson kt. 150462-7549 f.h. 701 Hótels ehf. óskar eftir fresti til að fjarlægja smáhýsin af landi Skógræktar ríkisins á Hallormsstað til haustsins 2018.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar erindinu. Bæjarstjórn samþykkir að frestur til að fjarlægja húsin verði til 1. nóvember 2016.

Samþykkt með 7 atkvæðum, 1 sat hjá (ÁK) og 1 var fjarverandi (KL).