Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

224. fundur 07. október 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðbjörg Björnsdóttir varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201509104

Í vinnslu.

1.2.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509098

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

1.3.Eftirlitsskýrsla HAUST 2015/Brúarásskóli

Málsnúmer 201505125

Lagt fram til kynningar.

1.4.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509099

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

1.5.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Lagt fram til kynningar.

1.6.Hallormsstaðaskóli - kennslugögn og búnaður

Málsnúmer 201509100

Í vinnslu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 222

Málsnúmer 1509021

Fundargerð lögð fram.

2.1.Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum í vetur

Málsnúmer 201508047

Málið er í vinnslu.

2.2.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Lagt fram til kynningar.

2.3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2016, ásamt meðfylgjandi tillögum.

2.4.Fellavöllur

Málsnúmer 201509105

Í vinnslu.

2.5.Eftirlitsskýrsla HAUST/Fellaskóli

Málsnúmer 201505147

Lagt fram til kynningar.

2.6.Þrekstuðningur við afreksfólk í íþróttum

Málsnúmer 201509091

Fyrir liggja drög að breytingum á samningi um stuðning við afreksfólk í íþróttum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að samningurinn nái til allra íþróttafélaga á Fljótsdalshéraði sem eru aðilar að UÍA. Miðað verði við að þrjátíu einstaklingar geti á ársgrundvelli nýtt sér þennan stuðning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Gjaldskrá fyrir félagsmiðstöðina Nýung

Málsnúmer 201509093

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá félagsmiðstöðvarinnar Nýungar vegna afmælishalds í húsinu og gistingu íþróttahópa ungmenna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Fundur vallaráðs 8. september 2015

Málsnúmer 201509049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.9.Fundur samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal 9. september 2015

Málsnúmer 201509061

Fundargerðin lögð fram til kynningar, en málið að öðru leyti í vinnslu.

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 14

Málsnúmer 1509016

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagi fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Lagt fram til kynningar.

3.2.Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum

Málsnúmer 201509073

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu aftur til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Umsókn um styrk vegna útgáfu á sögu Kvenfélagsins Bjarkar í Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201509069

Fyrir liggur styrkumsókn frá Kvenfélaginu Björk, undirrituð af vegna bókarútgáfu á sögu félagsins, en félagið varð 85 ára í vor.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Kvenfélagið Björk verði styrkt um kr. 50.000 til ritunar sögu félagsins. Styrkurinn verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Matslýsing vegna Kerfisáætlunar 2015-2024

Málsnúmer 201501014

Lagt fram til kynningar.

3.5.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

Málsnúmer 201506106

Í vinnslu.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa Árna Ólason sem varamann L-lista í fræðslunefnd, í stað Ingunnar Bylgju Einarsdóttur sem er í tímabundnu leyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.1.Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 201504110

Erindi í tölvupósti dagsett 23.09. 2015 þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem ítrekar bókun nefndarinnar frá 13.05.2015 sem hljóðar svo: "Þar sem landbúnaður er ein af mikilvægustu stoðum samfélagsins, þá telur nefndin að hann hafi ekki nægjanlegt vægi í tillögunni og bendir á umsagnir Bændasamtaka Íslands og Landssamband sauðfjárbænda þar um."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Merkingar við Sláturhúsið

Málsnúmer 201508078

Erindi í tölvupósti dagsett 19.08. 2015 þar sem Unnar Geir Unnarsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Sláturhússtjóri, vekur athygli á að setja þurfi upp skilti til upplýsingar um þá starfsemi sem fram fer í Sláturhúsinu. Málið var áður á dagskrá 26.08.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu um merkingar á húsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Beiðni um endurmat fasteignamats/Miðvangur 1-3

Málsnúmer 201412068

Lagt fram til kynningar.

4.4.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Lagt er fram leiðrétt tillaga að deiliskipulagi fyrir Ylströnd við Urrriðavatn dagsett 21.09. 2015. Leiðréttingin er gerð vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatíma og vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 27.08. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 42. gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Lagt fram til kynningar.

4.6.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201508077

Erindi dagsett 18.08. 2015 þar sem Bóas Eðvaldsson kt. 011163-3199 sækir um f.h. Strandartinds ehf. kt. 640306-0170, lóðina Skjólvangur 1, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 26.08. 2015. Fyrir liggur áætlun um kostnað vegna gatnagerðar o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201502018

Lagt fram til kynningar

4.8.Hlymsdalir skilti og leturgerð

Málsnúmer 201509079

Fyrir liggur tillaga um merkingu ofan við aðalinnganginn í Hlymsdali.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn framkominni hugmynd um merkingu Hlymsdala.
Bæjarstjórn leggur til að húsið verði merkt í samræmi við merkingar annars húsnæðis sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Merking hraðahindrana/hliða á göngustígum

Málsnúmer 201509009

Málið er í vinnslu.

4.10.Galtastaðir fram

Málsnúmer 201506073

Fyrir liggja viðgerðaskýrsla og svar frá Þjóðminjasafni Íslands vegna fyrirspurnar um framkvæmdir vegna loftræstingar og framtíð bæjarins á Galtastöðum fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar að viðhaldsframkvæmdir eigi sér nú stað á Galtastöðum fram. Auk þess lýsir bæjarstjórn ánægju með það sem fram kemur í samantekt Þjóðminjasafnsins, frá 13. september 2014, um móttöku ferðamanna og sýningu á bæjarhúsum. Óskað er eftir nákvæmari upplýsingum um framkvæmd og tímasetningu sýningarhalds á Galtastöðum fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Göng undir Fjarðarheiði

Málsnúmer 201502111

Lögð eru fram gögn vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Fjarðarheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að þeim svæðum sem fyrirhuguð eru sem aðkoma að gangnamunnum Fjarðarheiðagangna Fljótsdalshéraðsmegin, verði ekki skipulögð fyrir aðra starfsemi en nú er, þar til fyrir liggur endanleg ákvörðun um staðsetningu gangnamunna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Gangbrautarmerkingar við þjóðveg 1

Málsnúmer 201509008

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 02.09.2015 þar sem skorað er á Vegagerðina og Fljótsdalshérað að gera nauðsynlegar úrbætur á umferðar/gangbrautarmerkingum við gatnamótin við þjóðveg 1 í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og vísar í fyrri bókanir nefndarinnar um málið og ítrekar enn og aftur við Vegagerðina að fundin verði lausn án tafar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.13.Fundargerð Náttúrustofu Austurlands 2015.

Málsnúmer 201501198

Lagt fram til kynningar.

4.14.Fundargerð 124. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201509058

Lagt fram til kynningar.

4.15.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201505058

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu verði hækkuð um 2,5% til að fylgja verðlagsþróun fyrir árið 2015, eins og framlögð áætlun gerir ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 32

Málsnúmer 1509017

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 7.4 og 7.8 og bar fram fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 7.8. og 7.4 og svaraði fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 7.4 og 7.8 og svaraði fyrirspurn og 7.14. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 7.4. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi liði 7.4 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 7.4.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

5.2.Eftirlitsskýrsla HAUST/Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201505165

Lagt fram til kynningar.

5.3.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509097

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

5.4.Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

Málsnúmer 201505154

Í vinnslu.

5.5.Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkum lífeyris)

Málsnúmer 201509081

Lagt fram

5.6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu um viðtalstíma og niðurröðun bæjarfulltrúa á þá. Viðtalstímarnir verða auglýstir hver um sig, þegar að þeim kemur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Fundargerð 10.fundar stjórnar Ársala

Málsnúmer 201509103

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.8.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201501132

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.9.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Undir þessum lið í fundargerðinni var fundi bæjarstjórnar lokað og hlé gert á útsendingu.

Í bæjarráði kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri og lagði fram erindi. Afgreiðsla þess var færð í trúnaðarmálabók.

Bókun bæjarráðs í trúnaðarmálabók kynnt bæjarfulltrúum.

Til máls tóku undir þessum lið: Gunnar Sigbjörnsson, Björn Ingimarsson, Gunnar Jónsson og Gunnar Sigbjörnsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, en málið að öðru leyti fært í trúnaðarmálabók.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 312

Málsnúmer 1509018

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Guðbjörg Björnsdóttir, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.9. og taldi meirihluti fundarmanna hana vanhæfa. Gunnar Sigurbjörnsson, sem ræddi lið 2.9. og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.9 og svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.9. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.9. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 2.9. og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.9.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

Málsnúmer 201502122

Í vinnslu.

6.2.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna tónlistarnáms

Málsnúmer 201509077

Í vinnslu.

6.3.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 201509075

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.4.Fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015

Málsnúmer 201508041

Vegna bókunar í fundargerð húsráðs varðandi viðhaldsframkvæmdir, ítrekar bæjarstjórn að ákvarðanir um nýtingu fjármuna sveitarfélagsins í viðhald á húsnæði þess eru teknar af bæjarstjórn og nefndum hennar. Í þeirri vinnu verður litið til tillagna húsráðsins við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala

Málsnúmer 201509082

Lagt fram.

6.6.Umhverfisþing 2015

Málsnúmer 201509068

Lagt fram fundarboð vegna níunda Umhverfisþings sem haldið verður 9. október 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóri sitji þingið fh. sveitarfélagsins, enda fellur þingið að ferð hans á fund fjárlaganefndar.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.

6.7.Arctic Circle - alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða 2015

Málsnúmer 201509059

Í vinnslu.

6.8.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2015

Málsnúmer 201509064

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að funda sameiginlega með fjárlaganefnd ásamt sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi, Bogarfjarðarhreppi og Seyðisfjarðarkaupstað líkt og verið hefur undanfarin ár og að bæjarstjóri fari þar með umboð Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.

6.9.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að verða við erindi Hússtjórnarskólans um akstur nemenda Hússtjórnarskólans á Hallormsstað í Egilsstaði og til baka síðdegis á föstudögum. Aksturinn verði skilgreindur sem sérstakir reglubundnir fólksflutningar, til að styðja við rekstur Hússtjórnarskólans.
Þetta verði tilraunaverefni sem hefst um mánaðarmótin september og október og stendur til næstu áramóta. Kostnaður vegna þessa aksturs færist af 04400.

Vegna erindis Menntaskólans á Egilsstöðum samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið geti haft milligöngu um skipulag og framkvæmd umrædds aksturs, en þá aðeins að Menntaskólinn greiði þann kostnað sem fellur til vegna hans.

Samþykkt með 6 atkv. 2 sátu hjá ( GS. GI) og 1 var fjarverandi.

6.10.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að fyrirhugaður frágangur fráveitumála varðandi svæði Ylstrandarinnar, sé fullnægjandi miðað við það umfang sem tillögur um uppbyggingu bera með sér.
Bæjarstjórn óskar þó eftir því við HEF, sem rekstaraðila fráveitukerfis sveitarfélagsins, að skoða hvort hægt sé að leysa fráveitumál á þessu svæði með öðrum hætti og þá í tengslum við fráveitu frá iðnaðarsvæðinu norðan Fellabæjar. Jafnframt leggi HEF mat á kostnað við þær lausnir og geri samanburð á kostnaði við fyrirhugaða útfærslu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.

6.11.Sannleiksnefndin

Málsnúmer 201405061

Í bæjarráði var fundargerð Sannleiksnefndar frá 23. ágúst 2014 lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs og í ljósi bókunar sannleiksnefndar samþykkir bæjarstjórn að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsorminum verði greitt út.
Bæjarstóra og skrifstofustjóra falið að gera tillögu að því af hvaða fjárhagslið verðlaunaféð verði tekið.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi.

6.12.Fundargerð 830. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201509074

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.13.Fundargerð 193. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201509065

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.14.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lagt fram til kynningar.

6.15.Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.

Málsnúmer 201509108

Lagt fram.

6.16.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.17.Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Iðavelli

Málsnúmer 201509070

Fyrir liggur tillaga húsráðs félagsheimilisins Iðavöllum um gjaldskrá fyrir félagsheimilið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Iðavelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Atvinnu- og menningarnefnd - 23

Málsnúmer 1509013

Til máls tóku: Guðbjörg Björnsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.3. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 4.6. bar fram fyrirspurn og lagði fram tillögu. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.6 og svaraði fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 4.6. Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi lið 4.6 Gunnar Sigbjörnsson sem ræddi lið 4.6 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.6. og bar fram fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:

7.1.Skólaþing sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201510018

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráð og leggur til að formaður fræðslunefndar, fræðslufulltrúi og skólastjórar, ásamt bæjarstjóra sæki skólaþingið

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201312036

Fyrir liggja drög að samkomulagi Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs um lok samstarfssamnings um Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gengið verði frá samkomulagi við Fljótsdalshrepp á þeim nótum sem samningsdrögin gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

Málsnúmer 201510013

Málið er í vinnslu.

7.4.Fundarboð aðalfundur HAUST 2015.

Málsnúmer 201510012

Lagt fram fundarboð aðalfundar HAUST sem haldinn verður í Hoffelli Hornafirði miðvikudaginn 28. okt. kl. 14:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Árni Kristinsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum og að Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

7.6.Orkufundur 2015

Málsnúmer 201509088

Lagt fram fundarboð á 2. orkufund Samtaka orkusveitarfélaga, sem haldinn verður á Hótel Laxá í Skútustaðahreppi, fimmtudaginn 15. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gefa bæjarfulltrúum kost á að fara á fundinn og einnig atvinnu, menningar og íþróttafulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa. Jafnframt verði fundarboðinu komið á framfæri við stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Evrópskar borgir og svæði.

Málsnúmer 201509119

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að vísa málinu til Austurbrúar til skoðunar, vegna Austurlands í heild.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 311

Málsnúmer 1509010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 1.6. og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 1.6 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.6 og svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.6 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ.

Málsnúmer 201510023

Lagt fram til kynningar.

8.2.Fundargerð 194.stjórnarfundur HEF.

Málsnúmer 201509109

Lagt fram til kynningar.

8.3.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Í vinnslu.

8.4.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Lagt fram.

9.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 313

Málsnúmer 1509023

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.1.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105

Lagt fram bréf frá Austurbrú þar sem boðað er til kynningar fyrir bæjarfulltrúa á niðurstöðum vinnustofu um mótun Austurlands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.
Vinnustofan var haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 3. október

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hvetur bæjarfulltrúa til þess að mæta og kynna sér niðurstöðurnar.
Kynningin fer fram í starfsstöð Austurbrúar á Vonarlandi 8. október kl. 16:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.2.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Rafey varðandi aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu öflugs örbylgjusamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Stefnt er að því að uppsetning örbylgjukerfisins verði framkvæmd nú í lok ársins.
Bæjarstjórn leggur þó áherslu á það að þetta kerfi kemur ekki í stað ljósleiðarasambands. Sveitarfélagið mun áfram vinna að því að unnt verði að tengja sveitarfélagið allt við ljósleiðara svo fljótt sem mögulegt er, í samræmi við tillögu nefndar á vegum innanríkisráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða með 8 atkv. með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi.

9.3.Orkufundur 2015

Málsnúmer 201509088

Lagt fram til kynningar.

9.4.Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldr

Málsnúmer 201509084

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir stuðningi við efni og markmið frumvarpsins og hvetur þingheim til að veita málinu brautargengi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.