Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 18. fundur - 27.04.2015

Í vinnslu. Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 19. fundur - 11.05.2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015. Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 20. fundur - 26.05.2015

Fyrir liggja drög og gögn forstöðumanna vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016. Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn stofnana sem heyra undir nefndina þau Unnur Birna Karlsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Unnar Geir Unnarsson. Bára Stefánsdóttir var forfölluð.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að fjárhagsáætlun vegna atvinnu- og menningarmála. Einnig samþykkir nefndin tillögur að viðhalds- og fjárfestingaverkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 21. fundur - 08.06.2015

Fyrir liggja drög að rammaáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Málið í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 23. fundur - 21.09.2015

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2016 og gögn frá forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins sem heyra undir nefndina. Á fundinn undir þessum lið mæta forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir 2016 og vísar henni til bæjarstjórnar.

Einnig lagður fram listi yfir viðhalds- og fjárfestingaverkefni sem vísast til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 07.10.2015

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.