Atvinnu- og menningarnefnd

18. fundur 27. apríl 2015 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf. v.2014

Málsnúmer 201503043

Fyrir liggur aðalfundargerð Gróðrastöðvarinnar Barra ehf fyrir 2014, frá 26. mars 2015. Einnig liggur fyrir bréf dagsett 21. apríl 2015 með hvatningu til hluthafa með ósk um kaup á meiri hlut í félaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að auka hlut sveitarfélagsins í Gróðrastöðinni Barra ehf. Að öðru leyti er aðalfundargerð félagsins lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ósk um styrk til þróunar á atvinnustarfsemi tengdri heilsueflingu

Málsnúmer 201504097

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 20. apríl 2015, þar sem óskað er eftir styrk til þróunar á atvinnutengdri starfsemi tengdri heilsueflingu.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs rann út fyrir nokkru og þegar hefur verið úthlutað á þessu ári. Bréfritara er bent á að sækja um í sjóðinn næst þegar auglýst verður eftir umsóknum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Torg á lóð Miðvangs 2-4

Málsnúmer 201504106

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Ragnarssyni, stjórnarmanni húsfélags Miðvangs 2-4, dagsett 20. apríl 2015, þar sem fram kemur ósk um samstarf við sveitarfélagið um torghugmyndir á lóðinni.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í hugmyndir húsfélagsins um að loka fyrir bílaumferði um bílastæði vestan megin við Miðvang 2-4 og gera það að torgi, tímabundið. Málinu að öðru leyti vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ormsstofa

Málsnúmer 201401042

Fyrir liggur tillaga frá Gagarín um fyrsta áfanga hugmyndahönnunar Ormsstofu.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna verkefnið áfram í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt er starfsmanni falið að stilla upp kostnaðaráætlun á sýningunni í heild sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Í vinnslu. Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Ragnhildur Rós fór yfir stöðu vinnunnar við gerð menningarstefnu sveitarfélagsins. Ljóst er vinna við hana tekur lengri tíma en áætlað var. Stefnt er að skilum í haust.

Fundi slitið - kl. 19:15.