Ósk um styrk til þróunar á atvinnustarfsemi tengdri heilsueflingu

Málsnúmer 201504097

Atvinnu- og menningarnefnd - 18. fundur - 27.04.2015

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 20. apríl 2015, þar sem óskað er eftir styrk til þróunar á atvinnutengdri starfsemi tengdri heilsueflingu.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs rann út fyrir nokkru og þegar hefur verið úthlutað á þessu ári. Bréfritara er bent á að sækja um í sjóðinn næst þegar auglýst verður eftir umsóknum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 11. fundur - 06.05.2015

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 20. apríl 2015, þar sem óskað er eftir styrk til þróunar á atvinnutengdri starfsemi tengdri heilsueflingu.
Á fundinn undir þessum lið mætir Fjóla Hrafnkelsdóttir.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Fjólu fyrir komuna og felur starfsmanni að fara yfir málið sem verður svo tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.