Íþrótta- og tómstundanefnd

11. fundur 06. maí 2015 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Farið yfir fjárhagsáætlun og verkefni næsta árs. Málið tekið aftur til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

2.Frístundastarf, skólagarðar og smíðavöllur

Málsnúmer 201505002

Fyrir liggur bréf frá Öddu Steinu Haraldsdóttur, tómstunda- og forvarnafulltrúa, með tillögu um frístundastarf í sumar á vegum sveitarfélagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið en felur tómstunda- og forvarnafulltrúa að fullmóta skipulag verkefnisins sem verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um styrk til þróunar á atvinnustarfsemi tengdri heilsueflingu

Málsnúmer 201504097

Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 20. apríl 2015, þar sem óskað er eftir styrk til þróunar á atvinnutengdri starfsemi tengdri heilsueflingu.
Á fundinn undir þessum lið mætir Fjóla Hrafnkelsdóttir.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Fjólu fyrir komuna og felur starfsmanni að fara yfir málið sem verður svo tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.