Fyrir liggur bréf frá Öddu Steinu Haraldsdóttur, tómstunda- og forvarnafulltrúa, með tillögu um frístundastarf í sumar á vegum sveitarfélagsins.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið en felur tómstunda- og forvarnafulltrúa að fullmóta skipulag verkefnisins sem verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Ósk um styrk til þróunar á atvinnustarfsemi tengdri heilsueflingu
Fyrir liggur tölvupóstur frá Fjólu Hrafnkelsdóttur, dagsettur 20. apríl 2015, þar sem óskað er eftir styrk til þróunar á atvinnutengdri starfsemi tengdri heilsueflingu. Á fundinn undir þessum lið mætir Fjóla Hrafnkelsdóttir.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Fjólu fyrir komuna og felur starfsmanni að fara yfir málið sem verður svo tekið fyrir aftur á næsta fundi.