Frístundastarf, skólagarðar og smíðavöllur

Málsnúmer 201505002

Íþrótta- og tómstundanefnd - 11. fundur - 06.05.2015

Fyrir liggur bréf frá Öddu Steinu Haraldsdóttur, tómstunda- og forvarnafulltrúa, með tillögu um frístundastarf í sumar á vegum sveitarfélagsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið en felur tómstunda- og forvarnafulltrúa að fullmóta skipulag verkefnisins sem verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 12. fundur - 27.05.2015

Fyrir liggja tillögur tómstunda- og forvarnafulltrúa um dagskrá og skipulag frístundastarfs, skólagarða og smíðavallar á vegum sveitarfélagsins.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði sett af stað í sumar, fáist starfsmaður til að stýra því. Rætt verði við umhverfis og framkvæmdasvið um nánari útfærslu og fjármögnun verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest, en málið er í vinnslu að öðru leyti.