Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

218. fundur 03. júní 2015 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Hádegishöfði - foreldra- og starfsmannakönnun 2015

Málsnúmer 201505053

Lagt fram til kynningar.

1.2.Beiðni um breytingar á notkunarskilgreiningu dýraspítalans á Iðavöllum

Málsnúmer 201505130

Erindi í tölvupósti dagsett 18.05. 2015 þar sem Berg Valdimar Sigurjónsson kt. 130974-5709 f.h. seljanda og Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson kt. 180684-2719 f.h. kaupanda, óska eftir heimild til breyttrar notkunarskilgreiningu á núverandi dýraspítala, að Stekkhólma fastanúmer 232-0934 þannig að rými fyrir dýraspítala verði breytt í hesthús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Beiðni um leyfi fyrir þjónustuhúsi á Fellavelli

Málsnúmer 201505129

Erindi móttekið 09.05. 2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp lítið þjónustuhús við Fellavöll. Stærð hússins er u.m.þ.b. 6,5x2,5 m.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að komið verði upp geymsluskúr við Fellavöll samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að gefa út leyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Úrskurður

Málsnúmer 201505128

Lagt fram til kynningar.

1.5.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Í vinnslu.

1.6.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201505124

Erindi móttekið 19.05. 2015 þar sem Benedikt Guðni Líndal kt.141255-4609 og Sigríður Ævarsdóttir kt. 180663-7469 eigendur jarðarinnar Finnsstaðir 1, óska eftir stofnun lóðar úr landi Finnsstaða 1, samkvæmt 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur lóðarblað nr. 13-0138-01-01.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201505082

Erindi dagsett 11.05. 2015 þar sem Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt. 120854-6159, óskar eftir leyfi til að breyta bílskúr að Faxatröð 3 í stúdíóíbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

Málsnúmer 201505076

Erindi í tölvupósti dagsett 11.05. 2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar leggur fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar umsóknir um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á þjóðvegi 1 um Heiðarenda. Fyrir liggja drög að umsókn um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila efnistöku úr þeim námum sem skilgreindar eru í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Bæjarstjórn hafnar efnistöku úr öðrum námum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Íþróttamiðstöðin endurnýjun á gólfi í íþróttasal og útikörfuboltavöllur.

Málsnúmer 201505061

Fyrir liggur bókun bæjarráðs 27.04. 2015 ásamt
minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit um kostnað við endurnýjun á gólfinu. Málið var áður á dagskrá 13.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd um að þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárheimilda fyrir árið 2015, þá samþykki bæjarstjórn að stefna að því að gert verði ráð fyrir henni í fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016, með fyrirvara um endanlega afgreiðslu hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201505058

Drögum að fjárhagsáætlun 2016 vísað til fjármálastjóra til frekari úrvinnslu.

1.11.Landupplýsingar könnun

Málsnúmer 201505155

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

1.12.Umferðarmerki og merkingar

Málsnúmer 201408058

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

1.13.Beiðni um leyfi til að leigja út íbúð til ferðamanna

Málsnúmer 201505175

Erindi dagsett 26.05. 2015 þar sem Berg Valdimar Sigurjónsson f.h. Fasteignafélagsins Jaxlar kt.540514-1190, óskar eftir leyfi til að starfrækja íbúð 101 að Hamragerði 7 til útleigu til ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 217

Málsnúmer 1505015

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Hádegishöfði - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505146

Lagt fram til kynningar

2.2.Torg á lóð Miðvangs 2-4

Málsnúmer 201504106

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Ragnarssyni, stjórnarmanni húsfélags Miðvangs 2-4, dagsett 20. apríl 2015, þar sem fram kemur ósk um samstarf við sveitarfélagið um torghugmyndir á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samstarfs við húsfélagið Miðvangi 2-4 um fyrirhugaða torghugmynd t.d. með því að afmarka svæðið.
Verkefnisstjóra umhverfismála er falið að koma sem fyrst á fundi með fulltrúum húsfélagsins til að ákveða nánari útfærslu og framkvæmd verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Hádegishöfði - símenntun

Málsnúmer 201505145

Lagt fram til kynningar.

2.4.Skjalavistun í leikskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505152

Í vinnslu.

2.5.Tjarnarskógur skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505054

Lagt fram til kynningar

2.6.Tjarnarskógur - foreldra- og starfsmannakönnun 2015

Málsnúmer 201505056

Lagt fram til kynningar

2.7.Tjarnarskógur - símenntun

Málsnúmer 201505066

Lagt fram til kynningar

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 12

Málsnúmer 1505017

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem gerði stutta athugasemd við fundargerðina og ræddi lið 6.2. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 6.2. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.2. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.2 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504111

Vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu.

3.2.Beiðni um frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201504030

Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni.
Íþrótta og tómstundanefnd líst vel á skipulag frisbívallar samkvæmt fyrirliggjandi teikningu og samþykkir fyrir sitt leyti að völlurinn verði settur upp í Tjarnargarðinum í samræmi við hana.
Heildarkostnaður er áætlaður kr. 700.000 með uppsetningu og merkingum. Nú þegar hafa borist vilyrði fyrir styrkjum til verkefnisins að fjárhæð kr. 400.000. Reynt verði að afla frekari styrkja til verkefnisins. Íþrótta og tómstundanefnd samþykkir að allt að kr. 200.000 verði tekið af lið 06.89 til verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta- og tómstundanefndar, en óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki afstöðu til staðsetningar, áður en málið verður endanlega afgreitt.

Samþykkt með 8 atkv. en einn sat hjá (ÞMÞ)

3.3.Styrkjakerfi Erasmus

Málsnúmer 201505008

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.4.Þinggerð, ársreikningur, fjárhagsáætlun og skýrsla stjórnar frá Sambandsþingi UÍA 11. apríl 2015

Málsnúmer 201505101

Lagt fram til kynningar.

3.5.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

Málsnúmer 201505015

Í vinnslu.

3.6.Frístundastarf, skólagarðar og smíðavöllur

Málsnúmer 201505002

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest, en málið er í vinnslu að öðru leyti.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem fylgdi eftir erindi Sigrúnar Harðardóttur.

Borist hefur bréf frá varafulltrúa B-lista í íþrótta- og tómstundanefnd, Ingvari Ríkharðssyni kt. 031270-4489, þar sem hann hefur beðist lausnar frá starfi í nefndinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Guðmundur Bj. Hafþórsson taki sæti hans sem varafulltrúi í nefndinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Borist hefur erindi frá Sigrúnu Harðardóttur kt.300356-3979 bæjarfulltrúa Á- lista, þar sem hún óskar eftir að vera leyst frá störfum bæjarfulltrúa það sem eftir lifir kjörtímabilsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigrúnar og að Þórður Mar Þorsteinsson taki sæti hennar sem aðalmaður í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs frá og með 1. júní 2015.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn þakkar þessum fulltrúum störf þeirra og óskar þeim velfarnaðar.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 20

Málsnúmer 1505014

Til máls tók: Guðmundur Sv. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Ábyrgð vegna lána Ársala b.s.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna lánasamninga milli Ársala b.s. og Arionbanka um fjármögnun félagsins, lánaupphæðin er alls kr. 175 milljónir, ítrekar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrri bókun frá 9. mars sl. og samþykkir eftirfarandi: Eignir félagsins, íbúðir í Hamragerði og á Lagarási að undanskyldum eignum að Lagarási 17, eru settar að veði fyrir láninu, en sem bakábyrgð er sjálfskuldarábyrgð aðildarsveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshrepps. Hlutur Fljótsdalshéraðs í félaginu er 88,5 % og stendur bakábyrgð sveitarfélagsins á móti þeim hlut.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505058

Í vinnslu.

5.3.Fundargerð 188. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201505093

Lagt fram til kynningar.

5.4.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018

Í vinnslu.

5.5.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Á fundi bæjarráðs var farið yfir starf vinnuhóps vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí eftir hádegi 19. júní, í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Stofnanir sveitarfélagsins verða lokaðar frá hádegi en þó verði tryggt að þjónusta er varðar öryggi og neyðarþjónustu verði veitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Í vinnslu.

5.7.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka til endurskoðunar fyrri ákvörðun um lokun fjarvarmaveitunnar um næstu áramót.
Samþykkt er að veita notendum frest til 12. júní 2015 til þess að koma á framfæri formlegum athugasemdum sínum vegna áforma um mögulega lokun veitunnar um næstu áramót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

Málsnúmer 201505162

Í vinnslu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 297

Málsnúmer 1505020

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4 og kynnti bókun. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.4 og kynnti bókun. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 2,4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.4. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.4 og lagði fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4. og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Í vinnslu.

6.2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Í vinnslu.

6.3.Uppbygging ljósleiðaravæðingar

Málsnúmer 201504114

Í vinnslu.

6.4.Heimasíða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201505018

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Stefnu um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Fljótsdalshérað, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í verkið.

Samþykkt með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta greiddu atkvæði á móti.

Stefán Bogi Sveinsson, lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. B-listans.

Bæjarfulltrúar B-lista eru ósammála þeirri tillögu sem lögð er fram og telja að ganga eigi til samninga við AN Lausnir um gerð nýrrar heimasíðu.

Tilboð AN Lausna var lægra og þó að munur á þeim geri samanburð örðugan er það okkar mat að á grundvelli þess hefði verið unnt að ná hagstæðum samningum. Aðrir þættir sem vega þungt er annars vegar að með samningum við Stefnu er búið að festa sveitarfélagið í viðskiptum við það fyrirtæki alfarið um allar lausnir tengdar heimasíðunni.

Hins vegar er það stefna B-listans að mikilvægt sé að sveitarfélagið kaupi þjónustu í heimabyggð þegar hún er í boði á sambærilegum kjörum og annarsstaðar og styðji þannig við uppbyggingu á fjölbreyttri atvinnustarfsemi á svæðinu.

Við teljum að með þessari ákvörðun missi sveitarfélagið af gullnu tækifæri til að sína stuðning sinn við efnilegt sprotafyrirtæki á staðnum í verki.

Gunnar Jónsson, fh. meirihlutans lagði fram eftirfarandi bókun:
Við mat á því hvaða leið yrði farin við endurnýjun á heimasíðu sveitarfélagsins var horft til ýmissa þátta s.s. verðs, reynslu af heimasíðugerð fyrir sveitarfélög, hvernig staðið yrði að þróunarstarfi, samlegð með heimasíðum undirstofnana og möguleg áhrif á starfsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins m.m. Að öllum þessum þáttum skoðuðum var það niðurstaða meirihluta bæjarráðs að samningur við Stefnu væri líklegur til að uppfylla betur en aðrir valkostir þær kröfur sem gerðar væru til verkefnisins.

6.5.Tilkynning um lok verkefnis vegna sölu félagslegra eignar og leiguíbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201505174

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 296

Málsnúmer 1505010

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

Málsnúmer 201504105

Vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu.

7.2.Beiðni um styrk vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikkuleik manna sem hafa lifað og starfað

Málsnúmer 201505060

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Jónasi Þór Jóhannssyni, vegna myndupptöku á efni, viðtölum og harmonikkuleik manna sem hafa búið og starfað á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 13.69.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201410062

Lagt fram til kynningar.

7.4.Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

Málsnúmer 201505154

Í vinnslu.

7.5.Samningur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshé

Málsnúmer 201505164

Fyrir liggja drög að samningi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshéraðs um Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25

Málsnúmer 1505016

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var garðsláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.
Fyrir liggur tillaga um breytingu á starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Í vinnslu.

8.3.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

8.4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 139

Málsnúmer 1505012

Fundargerðin lögð fram.

8.5.Grímsárvirkjun, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201409106

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

8.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/heimagisting

Málsnúmer 201505089

Erindi í tölvupósti dagsett 13.05. 2015, þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt.410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um gistileyfi í fl.1. Umsækjandi er Sigríður Sigmundsdóttir kt.051261-4299.
Starfsstöð er Lagarfell 3, Fellabæ.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.7.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/heimagisting.

Málsnúmer 201505022

Erindi í tölvupósti dagsett þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um gistileyfi í fl. 1. Umsækjandi er Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt. 120854-6159.
Starfsstöð er Faxatröð 3, Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins í kjallara og á jarðhæð hússins.
Þar sem bílageymsla er ekki tilbúin til útleigu, þá gefur byggingarfulltrúi neikvæða umsögn um hann.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.