Umferðarmerki og merkingar

Málsnúmer 201408058

Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 7. fundur - 15.08.2014

Til umræðu er staða mála hvað varðar umferðarmerki og merkingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vinnuhópurinn gerir þá kröfu að umferðarmerkingar verði í samræmi við Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr.512/2010 og Umferðarlög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er umferðarmerki og merkingar og verður sá liður númer 16 í dagskránni.
Fyrir liggur tillaga um staðsetningu vegvísa (staðarvísa) á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillöguna um staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.