Umhverfis- og framkvæmdanefnd

25. fundur 27. maí 2015 kl. 17:00 - 20:19 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem er Umferðarmerki og merkingar og Beiðni um leyfi til að leigja út íbúð til ferðamanna verða þeir liðir nr.16 og 17 í dagskránni.

1.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

Málsnúmer 201504085

Til umræðu er garðsláttur Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.
Fyrir liggur tillaga um breytingu á starfsreglum um garðslátt eldriborgara og öryrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.
Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.

Málið er í vinnslu.

3.Almenningssamgöngur 2015

Málsnúmer 201501086

Lögð er fram tímatafla fyrir strætó.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tímatöflu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 139

Málsnúmer 1505012

Lögð er fram fundargerð 139. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18.05.2015, fundargerðin er í þremur liðum.

Lagt fram til kynningar

4.1.Grímsárvirkjun, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201409106

Lagt fram til kynningar

4.2.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/heimagisting

Málsnúmer 201505089

Lagt fram til kynningar

4.3.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/heimagisting.

Málsnúmer 201505022

Lagt fram til kynningar

5.Torg á lóð Miðvangs 2-4

Málsnúmer 201504106

Fyrir liggur bréf frá Sigurði Ragnarssyni, stjórnarmanni húsfélags Miðvangs 2-4, dagsett 20. apríl 2015, þar sem fram kemur ósk um samstarf við sveitarfélagið um torghugmyndir á lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samstarfs við húsfélagið Miðvangi 2-4 um fyrirhugaða torghugmynd t.d. með því að afmarka svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um breytingar á notkunarskilgreiningu dýraspítalans á Iðavöllum

Málsnúmer 201505130

Erindi í tölvupósti dagsett 18.05.2015 þar sem Berg Valdimar Sigurjónsson kt.130974-5709 f.h. seljanda og Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson kt.180684-2719 f.h. kaupanda, óska eftir heimild til breyttrar notkunarskilgreiningu á núverandi dýraspítala, að Stekkhólma fastanúmer 232-0934 þannig að rými fyrir dýraspítala verði breytt í hesthús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Beiðni um leyfi fyrir þjónustuhúsi á Fellavelli

Málsnúmer 201505129

Erindi móttekið 09.05.2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp lítið þjónustuhús við Fellavöll. Stærð hússins er u.m.þ.b. 6,5x2,5 m.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að komið verði upp geymsluskúr við Fellavöll samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Úrskurður

Málsnúmer 201505128

Lagður er fram til kynningar úrskurður yfirfasteignamatsnefndar um álagningu fasteignagjalda.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Erindi dagsett 18.05.2015 þar sem vísað er til neðangreinds erindis.
Erindi dagsett 22.01.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðarson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir nafnabreytingu á jörðinni Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 26.2.2014.

Málið er í vinnslu.

10.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201505124

Erindi móttekið 19.05.2015 þar sem Benedikt Guðni Líndal kt.141255-4609 og Sigríður Ævarsdóttir kt.180663-7469 eigendur jarðarinnar Finnsstaðir 1, óska eftir stofnun lóðar úr landi Finnsstaða 1, samkvæmt 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur lóðarblað nr.13-0138-01-01.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

Málsnúmer 201505082

Erindi dagsett 11.05.2015 þar sem Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt.120854-6159, óskar eftir leyfi til að breyta bílskúr að Faxatröð 3 í stúdíóíbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

Málsnúmer 201505076

Erindi í tölvupósti dagsett 11.05.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar leggur fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar umsóknr um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á þjóðvegi 1 um Heiðarenda. fyrir liggja drög að umsókn um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að heimila efnistöku úr þeim námum sem skilgreindar eru í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Nefndin hafnar efnistöku úr öðrum námum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Íþróttamiðstöðin endurnýjun á gólfi í íþróttasal og útikörfuboltavöllur.

Málsnúmer 201505061

Fyrir liggur bókun bæjarráðs 27.04.2015 ásamt
minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit um kostnað við endurnýjun á gólfinu. Málið var áður á dagskrá 13.05.2015.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárheimilda fyrir árið 2015, þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að gert verði ráð fyrir þessari framkvæmd í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Nefndin bendir á fyrri bókun hvað varðar útikörfuboltavöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201505058

Lagðar eru fram tillögur um fjárfestingar fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Landupplýsingar könnun

Málsnúmer 201505155

Erindi í tölvupósti dagsett 20.05.2015 fyrir hönd Landmælinga Íslands, þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í könnum um stöðu landupplýsinga hjá sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er umferðarmerki og merkingar og verður sá liður númer 16 í dagskránni.

16.Umferðarmerki og merkingar

Málsnúmer 201408058

Fyrir liggur tillaga um staðsetningu vegvísa (staðarvísa) á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillöguna um staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Beiðni um leyfi til að leigja út íbúð til ferðamanna

Málsnúmer 201505175

Erindi dagsett 26.05.2015 þar sem Berg Valdimar Sigurjónsson f.h. Fasteignafélagsins Jaxlar kt.540514-1190, óskar eftir leyfi til að starfrækja íbúð 101 að Hamragerði 7 til útleigu til ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Fundi slitið - kl. 20:19.