Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

Málsnúmer 201505076

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 11.05.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar leggur fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar umsóknr um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á þjóðvegi 1 um Heiðarenda. fyrir liggja drög að umsókn um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að heimila efnistöku úr þeim námum sem skilgreindar eru í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Nefndin hafnar efnistöku úr öðrum námum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 11.05. 2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar leggur fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar umsóknir um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á þjóðvegi 1 um Heiðarenda. Fyrir liggja drög að umsókn um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimila efnistöku úr þeim námum sem skilgreindar eru í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Bæjarstjórn hafnar efnistöku úr öðrum námum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h.Vegagerðarinnar óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar þegar fyrir liggur samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05. 2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h.Vegagerðarinnar óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 27.05. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar, þegar fyrir liggur samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h.Vegagerðarinnar óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 10.06.2015.
Fyrir liggur tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22.júní 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að teknu tilliti til töluliðs 2.04 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, nr.106/2000 og 2.viðauka sömu laga, þá telur umhverfis- og framkvæmdanefnd að ekki þurfi umhverfismat framkvæmda.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga um óverulega breygingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22.júní 2015 verði samþykkt og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv.2.mgr.36.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05. 2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 10.06. 2015.
Fyrir liggur tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22. júní 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til töluliðs 2.04 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, nr.106/2000 og 2. viðauka sömu laga, þá telur umhverfis- og framkvæmdanefnd að ekki þurfi umhverfismat framkvæmda.
Bæjarstjórn samþykkir að framlögð tillaga um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 22. júní 2015 verði send Skipulagsstofnun til meðferðar skv.2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.