Umhverfis- og framkvæmdanefnd

26. fundur 10. júní 2015 kl. 17:00 - 21:14 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi óskaði formaður eftir að bæta þremur málum við dagskrána sem eru Göngustígar norðan Eyvindarár, Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014 og Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka, verða þeir liðir númer 18, 19 og 20 í dagskránni.

1.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu er staða verkefnisins Dyrfjöll-Stórurð-gönguparadís. Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi kynnir verkefnið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna.

Nefndin samþykkir að verkið verði unnið samkvæmt áætlun fyrir árið 2015.

2.Samþykkt um fráveitur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506044Vakta málsnúmer

Lögð er fram samþykkt um fráveitur á Fljótsdalshéraði til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vinna við endurskoðun samþykktarinnar verði unnin í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Molta lífrænn úrgangur

Málsnúmer 201505057Vakta málsnúmer

Til umræðu er moltugerð og meðhöndlun lífræns úrgangs.
Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Málið er í vinnslu.

4.Fundargerð 71. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201506016Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 71.fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 28.maí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs um að gerður verði samningur um þjónustu og aðstöðu við ferðafélögin sem eiga skála og eru með starfsemi innan þjóðgarðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.05.2015 þar sem vísað er til neðangreinds erindis.
Erindi dagsett 22.01.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðarson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir að breyta nafninu Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði í Kjarvalsstaði. Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þeir staðir á landinu sem tengdir eru nafni Kjarvals hafa beina skýrskotun til listamannsins.
Þar sem nefndin telur að umrætt landsvæði hafi ekki þessa tengingu, þá hafnar nefndin nafninu Kjarvalsstaðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201506021Vakta málsnúmer

Erindi innfært 01.06.2015 þar sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið sækir um stofnun lóðar í Vatnsskarði skv. 14.gr.laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. fyrir liggur lóðarblað dagsett 06.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Unalækur D7, umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201506045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 02.06.2015 þar sem Sólmundur Oddsson f.h.landeigenda Unalækjar sækir um bráðabirgðarleyfi fyrir hjólhýsi á lóðinni Unalækur D7 Unalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsið til eins árs.
Nefndin bendir bréfritara á að á lóðinni eru mannvirki sem þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Votihvammur leiksvæði

Málsnúmer 201506051Vakta málsnúmer

Til umræðu er leiksvæði í Votahvammi vegna fyrirspurnar frá íbúum þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Mat á umhverfisáhrifum/breytingar á lögum

Málsnúmer 201506017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Skipulagsstofnun, þar sem vakin er athygli á því að 1.júní nk. taka gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1.viðauka laganna.

Lagt fram til kynningar.

10.Snæfellsskáli deiliskipulag

Málsnúmer 201505173Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags við Snæfell. Deiliskipulagssvæðið er vestan undir Snæfelli miðju og meginmarkmið með skipulaginu er að bæta aðstöðu landvarða og ferðamanna á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Gjaldskrárbreytingar

Málsnúmer 201403112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um breytingu á "Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyisgjald og þjónustugjald byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði"

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gjaldskráin verði framreiknuð miðað við 1.júní 2015 og lögð fyrir næsta reglulega fund nendarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Málsnúmer 201504030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að skipulagi sex körfu frisbívallar í Tjarnargarðinum, unnin af Sigurjóni Magnússyni. Tillagan kom fram á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu.

Já sögðu fjórir (PS, GRE, ÁB og ÁK)
Nei sagði einn (EK)

Esther leggur fram eftirfarandi bókun:
Tjarnargarðurinn ætti að vera skilgreindur sem skrúðgarður í skipulagi og ætti því að fá það viðhald og uppbyggigu sem honum ber. Leiksvæði svo sem frispígolf á ekki heima í skrúðgarði.


13.Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 201506056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 04.06.2015 þar sem eigendur jarðarinnar Ormsstaða Eiðaþinghá sækja um stofnun lóðar skv. 14.gr.laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. fyrir liggur lóðarblaði dagsett 05.06.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Miðás 39, krafa um afturköllun

Málsnúmer 201506059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 03.06.2015 þar sem Héraðsverk ehf. krefst þess að úthlutun lóðarinnar Miðás 39, verði afturkölluð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og leita álits lögfræðings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Styrkvegir 2015

Málsnúmer 201503087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar dags.03.06.2015 við umsókn dags.10.04.2015 um úthlutun úr styrkvegasjóði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að forgangsraða verkefnum og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Gróðursetning trjáplantna í tilefni 35 ára kosningarafmælis Vigdísar Finnbogadóttur

Málsnúmer 201506046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3.júní 2015 þar sem sveitarfélög eru hvött til gróðursetningar trjáplantna laugardaginn 27.júní nk. til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur starfsmanni að undirbúa gróðursetningu og viðburðinn þann 27.júní nk. í Lómatjarnargarðinum samkvæmt erindinu og bréfi Skógræktarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Breiðdalshreppur, tilboð í sundlaugaryfirbreiðslu

Málsnúmer 201506067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 05.06.2015 þar sem Sif Hauksdóttir f.h.Breiðdalshrepps gerir tilboð í yfirbreiðsludúkinn sem Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tilboði Breiðdalshrepps verði tekið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Göngustígur að Sigfúsarlundi

Málsnúmer 201506074Vakta málsnúmer

Erindi innskráð 09.06.2015 þar sem Sigríður Fr.Halldórsdóttir og Hjálmar Jóelsson f.h. Ússuhópsins, sem er áhugahópur um að halda minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara á lofti, setja fram hugmynd um að leggja/lagfæra göngustíg að Sigfúsarlundi og merkja hann þannig að bæði heimamenn og ferðamenn megi hafa nokkurt gagn og gaman af. Fyrir liggur loftmynd sem sýnir hugmynd um legu göngustígs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að kynna hugmyndina fyrir hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að verklýsingu fyrir endurskoðun á Miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um framkvæmdaleyfi/efnistaka

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 28.05.2015 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h.Vegagerðarinnar óskar eftir að efnistökunámurnar við Skóghlíð og Heiðarenda verði settar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs. Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að láta gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt beiðni Vegagerðarinnar þegar fyrir liggur samþykki landeigenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:14.