Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Erindi dagsett 22.1.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. DOS Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir nafnabreytingu á jörðinni Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði.

Málið er í vinnslu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Erindi dagsett 22.1.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir nafnabreytingu á jörðinni Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir bréfritara á að sækja skal um nafnabreytinguna til Örnefnanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Erindi dagsett 18.05.2015 þar sem vísað er til neðangreinds erindis.
Erindi dagsett 22.01.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðarson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir nafnabreytingu á jörðinni Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 26.2.2014.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26. fundur - 10.06.2015

Erindi dagsett 18.05.2015 þar sem vísað er til neðangreinds erindis.
Erindi dagsett 22.01.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðarson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir að breyta nafninu Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði í Kjarvalsstaði. Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þeir staðir á landinu sem tengdir eru nafni Kjarvals hafa beina skýrskotun til listamannsins.
Þar sem nefndin telur að umrætt landsvæði hafi ekki þessa tengingu, þá hafnar nefndin nafninu Kjarvalsstaðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Erindi dagsett 18.05.2015 þar sem vísað er til neðangreinds erindis frá Davíð Þór Sigurðarsyni f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180. Þar óskar hann eftir að breyta nafninu Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði í Kjarvalsstaði. Málið var áður á dagskrá 27.05.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þeir staðir á landinu sem tengdir eru nafni Kjarvals hafa beina skírskotun til listamannsins.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að umrætt landsvæði hafi ekki þessa tengingu. Því hafnar bæjarstjórn nafninu Kjarvalsstaðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.