Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

111. fundur 26. febrúar 2014 kl. 17:00 - 19:32 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er "Betra Fljótsdalshérað" og verður sá liður númer 15 í dagskránni.

1.Kynning á skipulagsverkefnum

Málsnúmer 201402156

Þórhallur Pálsson, arkitekt kynnir tvö skiplagsverkefni sem hann er með í vinnslu hér í sveitarfélaginu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Þórhalli kynninguna.

2.Málefni kirkjugarða

Málsnúmer 201402104

Til umræðu er tilfærsa fjármagns milli málaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er sérstök fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014 á lið 11-24, Kirkjugarðar, þá leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að fjárfestingaráætlun 2014 verði lækkuð um 3 milljónir kr. en liður 11-24 fái samsvarandi fjármagn á rekstarliðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Til umræðu er fjarvarmaveitan á Eiðum. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.S og M starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201402085

Lögð er fram starfsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar fyrir árið 2014. Starfsáætlunin hefur verið kynnt fyrir bæjarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Freyshólar, umsókn um ljósastaur.

Málsnúmer 201402155

Erindi í tölvupósti dagsett 12.2.2014 þar sem Erna Þorsteinsdóttir kt.250772-5589, eigandi Freyshóla, óskar eftir að sveitarfélagið komi upp og tengi ljósastaur á hlaðinu við Freyshólabæinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afgreiða málið samkvæmt reglum þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017

Til umræðu er afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir, því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014. Fyrir liggur tillaga að skurðstæði ásamt kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir tillögu númer 3 að skurðstæði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bifreiðastæði fyrir stærri bíla

Málsnúmer 201402149

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2.2014 þar sem Hjalti Bergmar Axelsson, lögreglunni á Egilsstöðum bendir á nauðsyn þess að gerð verði bílastæði fyrir stóra bíla, en þessir bílar eru að leggja á stöðum, sem bannað er að leggja á samkvæmt lögreglusamþykktinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara ábendinguna. Nefndin bendir á að í V. kafla í Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr. 512/2010 er kveðið á um að almenningsbílastæði séu ætluð hópbifreiðum, vörubifreiðum og öðrum ökutækjum eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um stofnun fasteignar

Málsnúmer 201402050

Erindi dagsett 5.2.2014 þar sem Magnús Karlsson kt.190752-4379 sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði dags. 21.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Selbrekka II, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 201402154

Bæjarráð leggur til að deiliskiulag efri Selbrekkuhverfis verði tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtengingar við Norðfjarðarveg. Jafnframt verði gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að undirbúa endurskoðun á deiliskipulaginu fyrir Selbrekku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Fyrir liggur lýsing á skipulagsverkefninu. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar, umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030

Málsnúmer 201402097

Erindi dagsett 10.2.2014 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir f.h. Fljótsdalshrepps, óskar eftir umsögn um tillögu að Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdi við framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Setberg umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201402161

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2.2014 þar sem Helgi Hjálmar Bragason kt.220872-4169 og Heiðveig Agnes Helgadóttir kt.231070-4279 sækja um byggingarleyfi fyrir bjálkahúsi á Setbergi. Húsið, sem um ræðir var byggt á lóðinni Dynskógar 4, og fyrirhugað að flytja það að Setbergi. Einnig er sótt um leyfi fyrir tveimur öðrum sambærilegum húsum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir flutning á bjálkahúsinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Nefndin bendir á að samkvæmt gr. 9.12 í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, er heimilt að reisa allt að þrjú íveruhús á hverju lögbýli án þess að breyta þurfi aðalskipulagi eða gera sérstakt deiliskipulag.

Í Aðalskipulaginu er gert ráð fyrir allt að 10 frístundahúsum á samfelldu 10 ha. svæði að hámarki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

Málsnúmer 201402079

Erindi í tölvupósti dags.7.2.2014. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um nýtt leyfi til sölu gistingar í fl.I. Umsækjandi og forsvarsmaður er Sigrún Birna Kristjánsdóttir kt.120854-6159. Starfsstöð er Skógarsel 18, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð vram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Erindi dagsett 22.1.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. Dos Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir nafnabreytingu á jörðinni Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir bréfritara á að sækja skal um nafnabreytinguna til Örnefnanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Betra Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201312063

Til umræðu eru hugmyndir að rafrænu upplýsinga- og samskiptakerfi fyrir íbúa, sem tengdist heimasíðu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir bókun bæjarráðs.

Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundi slitið - kl. 19:32.