Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Lagt er fram minnisblað vegna fjarvarmaveitunnar á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Til umræðu er fjarvarmaveitan á Eiðum. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram, þannig að það komist sem fyrst í betra horf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 112. fundur - 12.03.2014

Til umræðu er fjarvarmaveitan á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að rekstri fjarvarmaveitunar, fyrir Eiðavelli og Vallnaholt á Eiðum verði hætt um áramótin 2015/2016.
Ástæða þessarar tillögu er óhagstæður rekstur veitunnar og fyrirsjáanleg viðhaldsþörf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að rekstri fjarvarmaveitunnar, fyrir Eiðavelli og Vallnaholt á Eiðum verði hætt.
Ástæða þessarar tillögu er óhagstæður rekstur veitunnar og fyrirsjáanleg viðhaldsþörf.
Bæjarstjórn samþykkir að rekstri veitunnar verði hætt 1. júlí 2015. Fasteignaeigendum sem tengjast veitunni verði tilkynnt um þessa ákvörðun hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Lagt fram og kynnt bréf frá Þórhalli Pálssyni Eiðavöllum 2, varðandi málefni fjarvarmaveitunnar sem tengd er hitunarkerfi gamla barnaskólans Eiðum.

Bæjarráð Þakkar Þórhalli fyrir bréfið og ýmsar upplýsingar sem þar koma fram og samþykkir að vísa því og efni þess til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 3. fundur - 23.07.2014

Erindi dagsett 08.07.2014 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 óskar eftir að mál fjarvarmaveitunnar á Eiðum verði tekið til umræðu að nýju og endurskoði ákvörðun fyrri bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boða hagsmunaaðila til fundar til að fara yfir málið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman upplýsingar um stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 11.08.2014

Erindi dagsett 08.07.2014 þar sem Þórhallur Pálsson kt.160152-3899 óskar eftir að mál fjarvarmaveitunnar á Eiðum verði tekið til umræðu að nýju og endurskoði ákvörðun fyrri bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að umhverfis- og framkvæmdanefnd boði hagsmunaaðila til fundar til að fara yfir málið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman upplýsingar um stöðu mála.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Lagt er fram minnisblað frá Mannviti vegna ástandsskoðunar fjarvarmaveitunnar á Eiðum. Málið var áður á dagskrá 23.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til bókunar nefndarinnar 23.07.2014. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Nefndin felur starfsmanni að boða til fundar með notendum við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Lagt er fram minnisblað frá Mannviti vegna ástandsskoðunar fjarvarmaveitunnar á Eiðum. Málið var áður á dagskrá 23.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að boða til fundar með notendum fjarvarmaveitunnar við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.