Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

110. fundur 12. febrúar 2014 kl. 17:00 - 21:14 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru S og M starfsáætlun 2014 og Málefni kirkjugarða og verða þeir liðir númer 20 og 21 í dagskránni.

1.Ósk um kynningu

Málsnúmer 201401244

Erindi í tölvupósti dagsett 27.1.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson kt.270470-5059 og Anna María Þórhallsdóttir kt.290779-5889, óska etir að fá að koma á fund nefndarinnar til að kynna sig og hugmyndir vegna endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Skarphéðni Smára og Önnu Maríu fyrir kynninguna.

2.Eftirlitsskýrsla /Félagsheimilið Arnhólsstaðir

Málsnúmer 201401252

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 29.1.2014. Staður eftirlits er Félgasheimilið Arnhólsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

3.Félagsheimilið Iðavellir/ Eftirlitsskýrsla

Málsnúmer 201401253

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 30.1.2014. Staður eftirlits er Félgasheimilið Iðavellir.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 114. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Málsnúmer 201401152

Lögð er fram fundargerð 114. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 15. janúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

5.Verkfundargerð

Málsnúmer 201211116

Lögð er fram verkfundargerð vegna snjómoksturs á Fljótsdalshéraði dagsett 20.1.2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Fimleikadeild Hattar

Málsnúmer 201401022

Erindi dags. 14.12.2013 þar sem Anna Dís Jónsdóttir f.h. fimleikadeildar Hattar óskar eftir styrk til kaupa á stökkgólfi. Bæjarstjórn tók málið fyrir 5.2.2014 og vísaði því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefn samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Lagt er fram minnisblað vegna fjarvarmaveitunnar á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Staða aðgengismála fyrir fatlaða

Málsnúmer 201401254

Til umræðu er staða aðgengismála fyrir fatlaða á Fljótsdalshéraði. Vísað er í þingsályktun Alþingis um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar í úttekt á aðgengi, sem gerð var af Ásdísi Sigurjónsdóttur, iðjuþjálfa og Þorbjörgu Garðarsdóttur, þroskaþjálfa, á árunum 2002 til 2004. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir þær ábendingar, sem gerðar voru og athuga hvort úrbætur hafi farið fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



9.Umferðaröryggi við Grunnskólann Egilsstöðum

Málsnúmer 201402066

Erindi í tölvupósti dagsett 6.2.2014 þar sem Hjalti Bergmann Axelsson kt.031178-2909 bendir á að gera þurfi ráðstafanir við gangbrautina yfir Tjarnarbraut við Grunnskólann á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara ábendinguna. Nefndin samþykkir að vísa málinu til umsagnar hjá vinnuhópi um umferðaröryggismál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Einbúablá 18a og 18b, vegna fráveitu og grunnvatns

Málsnúmer 200811123

Erindi dagsett 29.1.2014 þar sem eigendur hússins að Einbúablá 18 fara fram á að sveitarfélagið komi að lausn á þeim vanda sem grunnvatn er að valda við hús þeirra. Einnig er óskað eftir fundi með bæjarstjóra eða þeim sem hafa með þetta að gera.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við bæjarstjóra, að boða fund með bréfriturum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



11.Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017

Til umræðu er afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir, því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Fyrir liggur gróf tillaga að staðsetningu skurða til afvötnunar.
Málið var áður á dagskrá 24.7.2013. Fyrir liggur tillaga að afvötnun og kostnaðaráætlun.

Árni yfirgaf fundinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Erindi dagsett 22.1.2014 þar sem Davíð Þór Sigurðsson f.h. DOS Samsteypunnar ehf. kt.541113-1180, óskar eftir nafnabreytingu á jörðinni Hleinargarður 2, Fljótsdalshéraði.

Málið er í vinnslu.

13.Umsókn um breytingar á bílskúr

Málsnúmer 201401248

Erindi dagsett 23.1.2014 þar sem Sigríður Bergþórsdóttir kt.040950-7969 sækir um að breyta notkun á bílageymslu sinni að Ártröð 3 í litla íbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að að afgreiða málið þegar tilskilin göng liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401250

Erindi dagsett 23.1.2014 þar sem Ómar Ingvarsson kt.300353-4799 sækir um byggingarleyfi fyri að setja kvist á frístundahús sitt að Úlfsstaðaskógi 38, Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



15.Hvammu 2, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Fyrir ligur tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvamm II, Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu, en kallar eftir lýsingu á skipulagsverkefninu samkvæmt 40.gr.skipulagslaga og ákvæði í 5.2.2.gr.skipulagsreglugerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



16.Endurskoðun Aðalskipulags 2014

Málsnúmer 201401246

Til umræðu er endurskoðun á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúa Alta ehf. til að fara yfir þær tæknilegu breytingar, sem getið er um í meðfylgjandi minnisblaði dagsett 23.janúar 2014. Tekin verður ákvörðun um Endurskoðun Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



17.Verkefni sem heyra undir skipulagsmál

Málsnúmer 201401243

Fyrir liggur samantekt úr 2. fundi vinnuhóps um þjónustusamfélagið frá 10.12.2013, á verkefnum sem taka þarf til umfjöllunar við endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins svo og gerð annarra skipulaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að við vinnslu á endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins á Egilsstöðum svo og gerð annarra skipulaga, verði tekið fullt tillit til meðfylgjandi samantektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



18.Reiðvegur Úlfsstaðir - Gilsárbrú

Málsnúmer 201402067

Erindi dagsett 6.2.2014 þar sem Stefán Sveinsson kt.170362-3819, fulltrúi Austurlands í samgöngunefnd Landssambands Hestamanna, óskar eftir að sveitarstjórn samþykki lagningu reiðvegar meðfram þjóðvegi 1 frá Úlfsstöðum inn að Gilsárbrú, fyrir innan Grófargerði, samkvæmt meðfylgjani uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir legu fyrirhugaðs reiðvegar. Að öðru leyti vísar nefndin málinu til endurskoðunar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, ef tekin verður ákvörðun um endurskoðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Skipalækur fyrirspurn

Málsnúmer 201402068

Erindi í tölvupósti dagsett 6.2.2014 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar vekur athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum við Skipalæk, Fellum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd framlagða teikningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.S og M starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201402085

Lögð er fram starfsáætlun fyrir árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur formanni og starfsmönnum nefndarinnar að gera úrdrátt úr starfsáætluninni, sem kynnt verður á næsta fundi bæjarstjórnar. Starfsáætlunin verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Málefni kirkjugarða

Málsnúmer 201402104

Til umræðu er tilfærsa fjármagns milli málaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt fjármálastjóra að gera drög að viðauka við fjárhagsáætlun sem tekur á málefnum kirkjugarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:14.