Staða aðgengismála fyrir fatlaða

Málsnúmer 201401254

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Til umræðu er staða aðgengismála fyrir fatlaða á Fljótsdalshéraði. Vísað er í þingsályktun Alþingis um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar í úttekt á aðgengi, sem gerð var af Ásdísi Sigurjónsdóttur, iðjuþjálfa og Þorbjörgu Garðarsdóttur, þroskaþjálfa, á árunum 2002 til 2004. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir þær ábendingar, sem gerðar voru og athuga hvort úrbætur hafi farið fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.