Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

191. fundur 19. febrúar 2014 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Félagsheimilið Iðavellir/ Eftirlitsskýrsla

Málsnúmer 201401253

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fundargerð 114. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Málsnúmer 201401152

Lagt fram til kynningar.

1.3.Verkfundargerð

Málsnúmer 201211116

Lagt fram til kynningar.

1.4.Fimleikadeild Hattar

Málsnúmer 201401022

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

1.5.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 200902083

Í vinnslu.

1.6.Staða aðgengismála fyrir fatlaða

Málsnúmer 201401254

Í vinnslu.

1.7.Umferðaröryggi við Grunnskólann Egilsstöðum

Málsnúmer 201402066

Í vinnslu.

1.8.Einbúablá 18a og 18b, vegna fráveitu og grunnvatns

Málsnúmer 200811123

Í vinnslu.

1.9.Suðursvæði afvötnun

Málsnúmer 201304017

Í vinnslu.

1.10.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

Málsnúmer 201401249

Í vinnslu.

1.11.Umsókn um breytingar á bílskúr

Málsnúmer 201401248

Erindi dagsett 23.1.2014 þar sem Sigríður Bergþórsdóttir kt.040950-7969 sækir um að breyta notkun á bílageymslu sinni að Ártröð 3 í litla íbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin göng liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.12.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201401250

Erindi dagsett 23.1.2014 þar sem Ómar Ingvarsson kt.300353-4799 sækir um byggingarleyfi fyri að setja kvist á frístundahús sitt að Úlfsstaðaskógi 38, Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.13.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Í vinnslu.

1.14.Endurskoðun Aðalskipulags 2014

Málsnúmer 201401246

Í vinnslu.

1.15.Verkefni sem heyra undir skipulagsmál

Málsnúmer 201401243

Fyrir liggur samantekt úr 2. fundi vinnuhóps um þjónustusamfélagið frá 10.12. 2013, á verkefnum sem taka þarf til umfjöllunar við endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins svo og gerð annarra skipulaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að við vinnslu á endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins á Egilsstöðum svo og gerð annarra skipulaga, verði tekið fullt tillit til meðfylgjandi samantektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Reiðvegur Úlfsstaðir - Gilsárbrú

Málsnúmer 201402067

Erindi dagsett 6.2.2014 þar sem Stefán Sveinsson kt.170362-3819, fulltrúi Austurlands í samgöngunefnd Landssambands Hestamanna, óskar eftir að sveitarstjórn samþykki lagningu reiðvegar meðfram þjóðvegi 1 frá Úlfsstöðum inn að Gilsárbrú, fyrir innan Grófargerði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn legu fyrirhugaðs reiðvegar. Að öðru leyti vísar nefndin málinu til endurskoðunar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, ef tekin verður ákvörðun um endurskoðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.17.Skipalækur fyrirspurn

Málsnúmer 201402068

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

1.18.S og M starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201402085

Í vinnslu.

1.19.Málefni kirkjugarða

Málsnúmer 201402104

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var til umræðu tilfærsla fjármagns milli málaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt fjármálastjóra að gera drög að viðauka við fjárhagsáætlun sem tekur á málefnum kirkjugarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 66

Málsnúmer 1402002

Fundargerðin staðfest.

2.1.Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

Málsnúmer 201301247

Lagt fram til kynningar.

2.2.Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

Málsnúmer 201301245

Lagt fram til kynningar.

2.3.Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

Málsnúmer 201301246

Lagt fram til kynningar.

2.4.Refaveiði

Málsnúmer 201311131

Lagt fram til kynningar.

3.Innkaupareglur Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201402106

Endurskoðun á innkaupareglum Fljótsdalshéraðs og viðmiðunartölum í þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu innkauparáðs og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðmiðunartölum verði breytt, ásamt nokkrum minniháttar breytingum á texta, sbr. fyrirliggjandi drög að innkaupareglum. Einnig að vísitölutenging fjárhæða taki framvegis mið af neysluverðsvísitölu í stað byggingarvísitölu, eins og nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að samþykktinni til þriðju umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (GI).

5.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2014

Málsnúmer 201401185

Hafsteinn Jónasson formaður skipulags- og mannvirkjanefndar mætti á fund bæjarstjórnar og kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014.

Að lokinni kynningu Hafsteins tóku eftirtaldir til máls og báru fram spurningar, eða ræddu einstök verkefni: Páll Sigvaldason, Árni Kristinsson, Sigrún Blöndal og Karl Lauritzson. Að lokum svaraði Hafsteinn spurningum fundarmanna og ræddi frekar ýmsar framkvæmdir sem eru á áætluninni. Honum var svo þökkuð kynningin og veittar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta endanlegri afgreiðslu áætlunarinnar þangað til hún hefur verið formlega staðfest á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249

Málsnúmer 1402001

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem og kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.7, 2.12, 2.14, 2.15 og 2.21. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi liði 2.7, 2.12, 2.14 og 2.15. Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 2.7 og 2.12. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.5, 2.7. 2.12. 2.13, 2.21 og 2.15. Sigrún Blöndal sem ræddi liði 2.7, 2.12, 2.14, 2.15 og 2.21. Karl Lauritzson, sem ræddi liði 2.5, 2.12, 2.14, 2,15, 2.21 og 2.25. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði. 2.7, 2.12, 2.14, 2.1 og 2.21. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði, 2.7, 2.12 og 2.15. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi liði 2.12, 2.15, og 2.21 og Karl Lauritzson, sem ræddi lið 2.15.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest.

6.1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Endurskoðun á innkaupareglum Fljótsdalshéraðs og viðmiðunartölum í þeim.
Vísað til liðar nr. 5 á dagskránni.

Aðild að ríkiskaupasamningi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Fljótsdalshérað verði áfram aðili að ríkiskaupasamningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Aðrir liðir undir þessu máli eru í vinnslu.

6.2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Í vinnslu.

6.3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201402048

Lagðir fram viðaukar nr. 1 og 2 við fjárhagaáætlun ársins 2014, en þar er gert ráð fyrir lækkun tekna af sorpgjöldum, eins og bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum.

Viðaukinn 1 er sem hér segir:
08-01 Lækkun tekna v. sorpgjalda kr: 1.057.000
00-06 Hækkun tekna v. fasteignask. magnaukn. 1.057.000
08-21 Lækkun tekna af sorpplani kr. 720.000
00-21 Hækkun tekna v. fjölgunar lóða 720.000

Breyting nettó kr. 0

Viðaukinn 2 er sem hér segir:
05-35 Lækkun framl. Minjasafns Al. v.safnah. 8.507.000
05-31 Lækkun framl. Héraðskjalas. v. safnah. 2.120.000

31-50 Hækkun rekstarkostn. Eignasj.v safnah. 3.025.000
31-50 Hækkun Eignasj. v. fasteignagj.safnah. 470.000

Hækkun fjárfestinga v. safnahúss 7.132.000

Breyting nettó kr. 0

Viðaukarnir bornir upp og samþykktir samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 96

Málsnúmer 1402004

Fundargerðin staðfest.

6.5.Tour de Ormurinn, ósk um styrk vegna 2014

Málsnúmer 201402051

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um 100.000 kr. sem tekið verði af lið 13-89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar um að auglýst verði eftir verktaka til að reka tjaldstæðið á Egilsstöðum sumarið 2014.
Bæjarstjóra í samráði við atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og atvinnumálanefnd falið að skilgreina hvaða rekstarþáttum viðkomandi eigi að sinna og undirbúa auglýsingu til samræmis við það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýstofnuðu félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.
Bæjarstjórn gerir það þó að skilyrði að gerður verði samningur um verkefnið sem gildi til eins árs til að byrja með, en verði framlengjanlegur til næstu tveggja ára. Í þeim samningi komi fram framlag sveitarfélagsins og mótframlag hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.8.Fundargerð 163. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201401238

Lögð fram til kynningar.

6.9.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

Málsnúmer 201401046

Lögð fram til kynningar.

6.10.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 2014

Málsnúmer 201402004

Lagt fram til kynningar.

6.11.Fundargerð 812. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201402052

Lögð fram til kynningar.

6.12.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 31. janúar. 2014

Málsnúmer 201402056

Á fundi bæjarráðs var farið yfir umræður og málefni frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði sem haldinn var 31. janúar sl. og nokkrir fulltrúar bæjarráðs, nefnda og starfsmanna Fljótsdalshéraðs sátu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulag efri Selbrekkuhverfis verið tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtenginga við Norðfjarðarveg. Jafnframt verið gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi gerð göngustígs meðfram hitaveitulögn við þjóðveg 1 í Fellabæ að Lagarfljótsbrú, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra í samstarfi við hitaveitustjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar um 50% kostnaðarþátttöku í gerð hans, samkvæmt reglum þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Líkt og bæjarráði er bæjarstjórn brugðið við þær upplýsingar að ástand Lagarfljótsbrúar sé svo lélegt að Vegagerðin treystir sér ekki til að framkvæma á henni lágmarks viðhald og að hún sé ekki talin bera breikkun göngustígs.
Með ólíkindum hlýtur því að teljast að gerð nýrrar Lagarfljótsbrúar hafi verið tekin út úr nýrri samgönguáætlun, en samkvæmt fyrri samgönguáætlunum átti byggingu nýrrar brúar að vera lokið. Bæjarstjórn hvetur því samgönguyfirvöld til að huga sem fyrst að byggingu nýrrar brúar yfir Lagarfljót við Hlaðir og tryggja með því mögulega þungaflutninga um þjóðveg 1, Norðurlandsveg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar eftir því við vegamálastjóra að hann komi til fundar við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs til að fara frekar yfir þjónustu og framkvæmdir Vegagerðarinnar á svæðinu svo sem vetrarþjónustu viðhald vega og mannvirkja og nýframkvæmdir svo sem byggingu nýrrar Lagarfljóstsbrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.13.Fundir samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 2014

Málsnúmer 201402058

Lögð fram til kynningar,fundargerð Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 28.jan. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með að ráðist var í að grafa út nýjan ós Lagarfljóts og Jöklu og hvetur Landsvirkjun til að fylgja því verkefni vel eftir, þannig að vatn renni ekki í flóðum yfir í Fögruhlíðará.
Jafnframt hvetur bæjarstjórn Landsvirkjun til að endurskoða áætlanir um rofvarnir, með aukna áherslu á slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.14.Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201402053

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við framlögð drög að samþykktum fyrir SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.15.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að setja af stað þarfagreiningarnefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði þar sem unnið verði með Sláturhúsið og safnahúsið. Fulltrúar ríkisins í henni eru Karitas H. Gunnarsdóttir og Þráinn Sigurðsson, en skipan fulltrúa að hálfu sveitarfélagsins verður afgreidd á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (SHR)

6.16.Afrit af bréfi Ríkisendurskoðunar varðandi Vísindagarðinn

Málsnúmer 201401203

Lagt fram til kynningar.

6.17.Endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið

Málsnúmer 201401210

Lagt fram til kynningar.

6.18.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Málsnúmer 201401216

Lagt fram til kynningar.

6.19.Samgöngusamningur

Málsnúmer 201310057

Lagt fram til kynningar.

6.20.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Vísað til liðar 6 á dagskránni.

6.21.Málefni björgunarsveita

Málsnúmer 201402047

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að koma til móts við beiðni Björgunarsveitarinnar vegna niðurgreiðslu á tímum í þrek og sund fyrir virka félaga í sveitinni. Um verði að ræða tvo tíma á viku, líkt og hjá starfsmönnum sveitarfélagsins og mæting verði skráð á fyrirfram gerðan lista frá Björgunarsveitinni.
Kostnaður verði færður á lið 07-41 sem er kostnaður við almannavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.22.Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 201402063

Í vinnslu.

6.23.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Í vinnslu.

6.24.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 201402075

Í vinnslu.

6.25.Starfshópur vegna Reiðhallar

Málsnúmer 201312017

Í vinnslu.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110

Málsnúmer 1401020

Til máls tók: Sigvaldi H. Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Ósk um kynningu

Málsnúmer 201401244

Lagt fram til kynningar.

7.2.Eftirlitsskýrsla /Félagsheimilið Arnhólsstaðir

Málsnúmer 201401252

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.