Starfshópur vegna Reiðhallar

Málsnúmer 201312017

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 11.12.2013

Samkvæmt bókun bæjarstjórnar frá síðasta fundi eru eftirtaldir aðilar hér með tilnefndir í starfshóp um framtíðarfyrirkomulag rekstrar reiðhallarinnar á Iðavöllum:

Eyrún Arnardóttir fulltrúi bæjarstjórnar,
Friðrik Kjartansson fulltrúi ferðaþjónustuaðila,
Ragnar Magnússon fulltrúi hestamanna,
Páll Sigvaldason fulltrúi menningar- og íþróttanefndar
Gunnar Sigbjörnsson fulltrúi atvinnumálanefndar

Eyrún Arnardóttir verði formaður og kalli hópinn saman.
Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi verði starfsmaður hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.
Bæjarráð samþykkir að málið verði unnið áfram á grundvelli tillagna starfshópsins.
Málið verður síðan tekið upp á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 12.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að halda aðalfund í fasteignafélagi Fljótsdalshéraðs nk. mánudag og skipa þar nýja stjórn félagsins sem falið verði að mynda húsráð með fulltrúum notenda reiðhallarinnar og vinna samkvæmt þeirri stefnu sem bæjarráð hefur samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Á aðalfundi Fasteignafélags Iðavalla ehf (áður Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs)
voru Björn Ingimarsson, Óðinn Gunnar Óðinsson og Eyrún Arnardóttir kjörin í stjórn félagsins. Stjórn myndar húsráð reiðhallarinnar ásamt fulltrúum notenda sem stjórnin kallar til hverju sinni. Stjórnin mun vinna samkvæmt þeirri stefnu sem bæjarráð hefur samþykkt um málefni reiðhallarinnar.