Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

250. fundur 26. febrúar 2014 kl. 16:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson bæjarstjóri var í símasambandi við fundinn frá Reykjavík.

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir og kynnti nokkur atriði sem varða restur sveitarfélagsins og uppgjör fyrir árið 2013. Fram kom að gert er ráð fyrir að leggja ársreikninginn fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. apríl og síðari umræða færi síðan fram 16. apríl.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi sem hann og Stefán Bogi sátu í dag, með framkvæmdastjóra og starfsm. Sambands Ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram svar frá eftirlitsnefndinni vegna óska Fljótsdalshéraðs um breytingu á aðlögunaráætluninni, vegna m.a. byggingar hjúkrunarheimilis. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að undirbúa frekara svar til nefndarinnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Rætt um húsnæðið að Einhleypingi 1 og bæjarstjóra falið að kanna hvort grundvöllur er fyrir því að HEF festi kaup á húsnæðinu á grundvelli fyrirliggjandi verðmats.

Bæjarráði kynnt aðalbók og frávikagreining fyrir málaflokk 21, vegna rekstarkostnaðar hans 2013.
Einnig lögð fram frumdrög að starfsáætlun 2014 fyrir málaflokkinn.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Björn fór yfir fyrri áform um viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og áfangaskiptingu og kostnaðaráætlun, eins og hún var lögð upp á sínum tíma.
Einnig lagt fram minnisblað vegna fjölnotahússins í Fellabæ og mögulegrar nýtingar á því vegna fimleikaiðkunar.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201402048

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Þar sem ekki er sérstök fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014 á lið 11-24, Kirkjugarðar, þá leggur bæjarráð og skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að fjárfestingaráætlun 2014 verði lækkuð um 3 milljónir kr. en liður 11-24 fái samsvarandi fjármagn á rekstarliðinn."
Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og leggja hann fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerð 164. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201402107

Bæjarráð staðfestir tillögu stjórnar HEF um skiptingu efnahagsliða 1. jan 2013 á milli hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu, eins og hún liggur fyrir í fundargerðinni.
Þessi aðgreining í bókhaldi er fram komin út af breytingu á skattalögum vegna aðgreiningar á efnahag fráveitna og vatnsveitna.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

5.Fundargerð 165. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201402146

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Jafnframt lagt fram fundarboð aðalfundar HEF sem halda á fimmtudaginn 6. mars nk. kl. 17:00 á hótel Héraði.

6.Fundargerð stjórnar SSA, nr.4, 2013-2014

Málsnúmer 201402141

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185

Bæjarráð leggur til að Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal verði skipuð í þarfagreininganefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði, fh. sveitarfélagsins, en fulltrúar ríkisins hafa þegar verið skipaðir. Bæjarstjóri verði starfsmaður nefndarinnar.

8.Beiðni um að kaupa hlut úr landi Grafar.

Málsnúmer 201402089

Lagt fram erindi frá Dos Samsteypunni ehf. dagsett 11. febrúar 2014, með beiðni um viðræður um hugsanleg kaup á hluta af landi Grafar í Eiðaþinghá.

Bæjarráð samþykkir að fela fulltrúum sveitarfélagsins í vinnuhópi um nýtingu Grafarlands, sem skipaður var snemma á síðasta ári, að ræða við bréfritara og fara betur yfir erindi hans. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að fulltrúarnir geri tillögur um framhald málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.

9.Þokustígur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201402086

Lagt fram erindi, dagsett 6. febrúar 2014, frá Ívari Ingimarssyni, Hafliða Hafliðasyni og Hilmari Gunnlaugssyni varðandi lagningu þokustíga í tengslum við Þokusetur á Stöðvarfirði.

Bæjarráð lýsir áhuga á verkefninu og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara um verkefnið.

10.Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 201402063

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið frekar.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

11.Starfshópur vegna Reiðhallar

Málsnúmer 201312017

Málið er í vinnslu.

12.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Lagt fram svar Orkustofnunnar við erindum sveitarfélagsins dagsettum 30.05 og 24. sept. 2013, vegna virkjanaleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana.

Fyrir fundinum liggja einnig drög að beiðni til Orkustofnunnar um endurupptöku málsins.
Bæjarstjóra falið að ganga frá erindinu.

13.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Bæjarráð samþykkir að vísa niðurstöðum hópsins til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar, áður en bæjarráð fjallar frekar um málið.

14.Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 201402147

Lagður fram tölvupóstur, dags. 19. febrúar 2014, frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndarsviðs Alþingis, með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgð Alþingis), 217.mál.

Bæjarráð samþykkir að stefna að því að fyrir næsta fundi bæjarráðs liggi drög að umsögn um málið.

15.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Lögð fram drög að auglýsingu, þar sem aulýst verður eftir verktaka til að sjá um rekstur tjaldstæðisins á Egilsstöðum á komandi sumri, en hún var unnin í samráði við atvinnumálanefnd.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að birta auglýsinguna sem fyrst.

16.Aðalfundur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðar 2014

Málsnúmer 201402160

Lögð fram fundarboð á aðalfund Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra á Egilsstöðum, fimmtudaginn 27.febrúar 2014.

Bæjarráð samþykkir að fela Stefáni Boga Sveinssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðafundinum.

17.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Farið yfir áður samþykkt plan um viðtalstíma bæjarfulltrúa fram á vorið.

Samþykkt samhljóða tillaga um breytingu á fyrirhuguðum viðtalstímum bæjarfulltrúa á þann veg að þann 6. mars verði til viðtals Gunnar Jónsson og Sigrún Blöndal, 10. apríl verði það Páll Sigvaldason og Karl Lauritzson og 8. maí Stefán Bogi Sveinsson og Árni Kristinsson.

18.Tillaga til þingsályktunar um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201402172

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði á skrifstofu Alþingis, dagsett 24. febrúar 2014, með beiðni um umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum.

Lagt fram til kynningar.

19.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi

Málsnúmer 201402173

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði á skrifstofu Alþingis, dagsett 24. febrúar 2014, með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagauhverfi er varðar uppkaup á landi.

Lagt fram til kynningar.

20.Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 2014

Málsnúmer 201402139

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Gunnar Jónsson sem aðalmann í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.
Bæjarstjóri greindi frá því að skömmu fyrir fund bæjarráðs fékk hann upphringingu frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi, þar sem tilkynnt var um skerta vetrarþjónustu á Möðrudals- og Mývatnsöræfum vegna mikils fannfergis þar.
Bæjaráð hefur þungar áhyggjur af stöðunni og felur bæjarstjóra að kalla eftir formlegum svörum frá Vegagerðinni um framhaldið.

Fundi slitið - kl. 19:30.