Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónasi Helgasyni, dagsettur 11. mars 2013, þar sem farið er yfir viðhalds- aðbúnaðarmál og rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum.
Atvinnumálanefnd leggur til við þjónustu- og fasteignafulltrúa að á árinu 2013 verði m.a. unnin eftirfarandi viðhaldsverkefni á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum:
Settir verði gjaldmælar á þvottavélar og þurrkara í þjónustuhúsi.
Grillhús sem áður var á gamla tjaldsvæðinu verði fært á núverandi tjaldsvæði og lagt að því rafmagn.
Öryggi í rafmagnsstaurum á tjaldsvæði verði öll uppfærð í 16 amper.
Lagt er til að á fjárhagsáætlun 2014 verði gert ráð fyrir stækkun tjaldsvæðisins til suðurs í samræmi við skipulag svæðisins og að rafmagnshlið verði sett við tjaldsvæðið.
Formanni og starfsmanni falið að svara rekstraraðila að öðru leyti.
Rædd var þjónusta tjaldsvæðisins á Egilsstöðum í sumar. Einnig var farið yfir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins þannig að það geti m.a. tekið á móti fleiri gestum.
Atvinnumálanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldsvæðisins sé eins og samningar við rekstraraðila kveða á um.
Þá leggur nefndin áherslu á að í fjáhagsáætlun Eignasjóðs fyrir 2014 verði gert ráð fyrir þeim verkefnum á tjaldsvæðinu sem grein er gerð fyrir í viðhalds- og fjárfestingaáætlun atvinnumálanefndarinnar fyrir næsta ár.
Á fundi atvinnumálanefdar var rædd þjónusta tjaldsvæðisins á Egilsstöðum í sumar. Einnig var farið yfir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins þannig að það geti m.a. tekið á móti fleiri gestum.
Atvinnumálanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldsvæðisins sé eins og samningar við rekstraraðila kveða á um.
Þá leggur nefndin áherslu á að í fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir 2014 verði gert ráð fyrir þeim verkefnum á tjaldsvæðinu sem grein er gerð fyrir í viðhalds- og fjárfestingaáætlun atvinnumálanefndarinnar fyrir næsta ár.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldstæðisins sé í góðu horfi. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Á fundi atvinnumálanefndar var rædd þjónusta tjaldsvæðisins á Egilsstöðum í sumar. Einnig var farið yfir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins þannig að það geti m.a. tekið á móti fleiri gestum.
Í bókun sinni leggur atvinnumálanefnd áherslu á mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldsvæðisins sé eins og samningar við rekstraraðila kveða á um.
Þá leggur nefndin áherslu á að í fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir 2014 verði gert ráð fyrir þeim verkefnum á tjaldsvæðinu sem grein er gerð fyrir í viðhalds- og fjárfestingaáætlun atvinnumálanefndarinnar fyrir næsta ár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldstæðisins sé í góðu horfi. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldstæðis á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni.
Á fundi bæjarstjórnar 30. september 2013, var eftirfarandi bókað: "Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni."
Atvinnumálanefnd felur formanni og starfsmanni að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar tillögur um næstu skref í málinu.
Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar. Þá var eftirfarandi bókað: "Á fundi bæjarstjórnar 30. september 2013, var eftirfarandi bókað: "Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni."
Atvinnumálanefnd leggur til að uppsagnarfresti samningsins ljúki um næstu áramót. Stefnt verði að því að ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins verði tekin á næsta fundi nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að uppsagnarfresti samningsins ljúki um næstu áramót. Stefnt verði að því að ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins verði tekin á næsta fundi atvinnumálanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að gildistíma samningsins ljúki um næstu áramót. Stefnt verði einnig að því að ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðisins verði tekin á næsta fundi atvinnumálanefndar.
Gerð var grein fyrir stöðu verkefnisins. Formanni og starfsmanni að vinna áfram að útfærslu reksturs tjaldsvæðisins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu atvinnumálanefndar um að auglýst verði eftir verktaka til að reka tjaldstæðið á Egilsstöðum sumarið 2014. Bæjarstjóra í samráði við atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og atvinnumálanefnd falið að skilgreina hvaða rekstarþáttum viðkomandi eigi að sinna og undirbúa auglýsingu til samræmis við það.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnumálanefndar um að auglýst verði eftir verktaka til að reka tjaldstæðið á Egilsstöðum sumarið 2014. Bæjarstjóra í samráði við atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og atvinnumálanefnd falið að skilgreina hvaða rekstarþáttum viðkomandi eigi að sinna og undirbúa auglýsingu til samræmis við það.
Lögð fram drög að auglýsingu, þar sem aulýst verður eftir verktaka til að sjá um rekstur tjaldstæðisins á Egilsstöðum á komandi sumri, en hún var unnin í samráði við atvinnumálanefnd. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að birta auglýsinguna sem fyrst.
Í bæjarráði voru lögð fram drög að auglýsingu, þar sem auglýst er eftir verktaka til að sjá um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á komandi sumri, en hún var unnin í samráði við atvinnumálanefnd.
Auglýsingin hefur þegar verið birt og málið að öðru leyti í vinnslu.
Fyrir liggja fjórar umsóknir um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá 15. apríl til 30. september 2014. En umsóknarfrestur var til 14. mars s.l.
Atvinnumálanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Austurför og Hús handanna, sem sækja saman um rekstur tjaldsvæðisins. Nefndin tekur vel í ósk fyrirtækjanna um leigu aðstöðunnar til eins árs og felur starfsmanni að útfæra leigusamning í samræmi við umræðu á fundinum.
Jafnframt var farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á tjaldsvæðinu í sumar. Nefndin leggur til að fjármunum sem verja átti í hlið verði frekar varið í uppbyggingu á eldunar- og grillaðstöðu á svæðinu.
Fyrir fundi atvinnumálanefndar lágu fjórar umsóknir um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá 15. apríl til 30. september 2014. En umsóknarfrestur var til 14. mars s.l.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnumálanefndar leggur bæjarráð til að gengið verði til samninga við Austurför og Hús handanna, sem sækja saman um rekstur tjaldsvæðisins. Tekið er vel í ósk fyrirtækjanna um leigu aðstöðunnar til eins árs og felur starfsmanni atvinnumálanefndar að útfæra leigusamning í samræmi við umræðu á fundinum. Bæjarráð tekur einnig undir með atvinnumálanefnd og leggur til að fjármunum sem verja átti í hlið verði frekar varið í uppbyggingu á eldunar- og grillaðstöðu á svæðinu.
Fyrir fundi atvinnumálanefndar lágu fjórar umsóknir um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá 15. apríl til 30. september 2014. Umsóknarfrestur var til 14. mars s.l.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Austurför og Hús handanna, sem sækja saman um rekstur tjaldsvæðisins. Tekið er vel í ósk fyrirtækjanna um leigu aðstöðunnar til eins árs og er starfsmanni atvinnumálanefndar falið að útfæra leigusamning í samræmi við umræðu á fundinum. Bæjarstjórn tekur einnig undir með atvinnumálanefnd og leggur til að fjármunum sem verja átti í hlið verði frekar varið í uppbyggingu á eldunar- og grillaðstöðu á svæðinu.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Jónasi Helgasyni, dagsettur 11. mars 2013, þar sem farið er yfir viðhalds- aðbúnaðarmál og rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum.
Atvinnumálanefnd leggur til við þjónustu- og fasteignafulltrúa að á árinu 2013 verði m.a. unnin eftirfarandi viðhaldsverkefni á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum:
Lagt er til að á fjárhagsáætlun 2014 verði gert ráð fyrir stækkun tjaldsvæðisins til suðurs í samræmi við skipulag svæðisins og að rafmagnshlið verði sett við tjaldsvæðið.
Formanni og starfsmanni falið að svara rekstraraðila að öðru leyti.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.