Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs

97. fundur 24. mars 2014 kl. 16:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson aðalmaður
  • Kristín Björnsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

Málsnúmer 201301022

Fyrir liggja fjórar umsóknir um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá 15. apríl til 30. september 2014. En umsóknarfrestur var til 14. mars s.l.

Atvinnumálanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Austurför og Hús handanna, sem sækja saman um rekstur tjaldsvæðisins. Nefndin tekur vel í ósk fyrirtækjanna um leigu aðstöðunnar til eins árs og felur starfsmanni að útfæra leigusamning í samræmi við umræðu á fundinum.

Jafnframt var farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á tjaldsvæðinu í sumar. Nefndin leggur til að fjármunum sem verja átti í hlið verði frekar varið í uppbyggingu á eldunar- og grillaðstöðu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

Málsnúmer 201402191

Lagt fram erindi, dagsett 24. janúar 2014, frá Agnesi Brá Birgisdóttur, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs - austursvæðis varðandi uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal. Málinu vísað frá bæjarráði til atvinnumálanefndar.

Atvinnumálanefnd leggur til að sveitarfélögin sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði móti sér stefnu um hvort og þá hvernig þau komi að uppbyggingu og rekstri upplýsingamiðstöðva, í samvinnu Vatnajökulsþjóðgarð.

Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnumálanefnd, frávikagreining fyrir 2013

Málsnúmer 201403097

Lögð fram frávikagreining fyrir árið 2013, þar sem gera skal grein fyrir frávikum í fjárhagsáætlun ef einhver eru.

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 201403095

Á fundi bæjarstjórnar 19. mars 2014, var mælst til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.

Lagt fram til kynningar en málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

5.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201211033

Farið yfir ýmis mál varðandi verkefnið Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað. Þar á meðal þörf fyrir almenningssalerni í miðbæ Egilsstaða. Starfsmanni falið að skoða mögulegar útfærslur og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.