Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

Málsnúmer 201402191

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 12.03.2014

Lagt fram erindi frá Agnesi Brá Birgisdóttur, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs - austursvæðis, varðandi uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal. Í bréfinu er ósk um að sveitarfélög á svæðinu komi að þessu verkefni.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar í atvinnumálanefnd.

Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 97. fundur - 24.03.2014

Lagt fram erindi, dagsett 24. janúar 2014, frá Agnesi Brá Birgisdóttur, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs - austursvæðis varðandi uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal. Málinu vísað frá bæjarráði til atvinnumálanefndar.

Atvinnumálanefnd leggur til að sveitarfélögin sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði móti sér stefnu um hvort og þá hvernig þau komi að uppbyggingu og rekstri upplýsingamiðstöðva, í samvinnu Vatnajökulsþjóðgarð.

Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að sveitarfélögin sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði móti sér stefnu um hvort og þá hvernig þau komi að uppbyggingu og rekstri upplýsingamiðstöðva, í samvinnu Vatnajökulsþjóðgarð.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að sveitarfélögin sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði móti sér stefnu um hvort og þá hvernig þau komi að uppbyggingu og rekstri upplýsingamiðstöðva, í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 263. fundur - 25.08.2014

Lögð fram bókun frá Sveitarfélaginu Hornafirði, dags. 12.ágúst 2014 varðandi málið.

Svar Hornafjarðar er móttekið, en beðið er svara frá öðrum sveitarfélögum sem leitað var álits hjá.

Atvinnu- og menningarnefnd - 27. fundur - 10.12.2015

Fyrir liggur bréf dagsett 10. desember 2015, undirritað af starfandi þjóðgarðsverði austursvæðis og formanni svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélaga og Austurbrúar um uppbyggingu upplýsingamiðstöðva og þá sérstaklega í Möðrudal.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Fyrir liggur bréf dagsett 10. desember 2015, undirritað af starfandi þjóðgarðsverði austursvæðis og formanni svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum sveitarfélaga og Austurbrúar um uppbyggingu upplýsingamiðstöðva og þá sérstaklega í Möðrudal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.