Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnalegar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins. Einnig farið yfir núverandi reglur um greiðslur til bæjarráðsmanna vegna starfa og sameiginlegan skilningi á útfærslu þeirra. Málið verður frekar tekið upp á næsta bæjarráðsfundi.
Farið yfir vinnuplanið vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í september verður aðal vinnan við hana í nefndum og hjá starfsmönnum. Samkvæmt reglum eiga fjárhagsáætlanir sveitarfélaga að vera tilbúnar til afgreiðslu í bæjarstjórn í lok október.
Lagður fram tölvupóstur frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, dags. 11. ágúst 2014 með hvatningu til bæjar- og sveitarfélaga, stofnana, skóla og safna til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi á árinu 2015.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar.
Haddur Áskelsson umsjónarmaður tölvumála mætti á fundinn til að upplýsa fundarmenn um stöðu mála.
Fram kemur í erindi bréfritara og umkvörtunum íbúa í dreifbýli á Fljótsdalshéraði, að útsendingar N4 sjónvarpsstöðvarinnar nást ekki til sveita.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita upplýsinga um hvað veldur því að þessar útsendingar nást ekki á umræddu svæði og leita lausna í málinu.
Þrír fulltrúar starfsmanna Rarik á Egilsstöðum mættu til fundar við bæjarráð kl. 10:30.
Farið var yfir starfsemi RARIK á Fljótsdalshéraði og verkefni starfsstöðvarinnar á Egilsstöðum.