Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir vinnu og undirbúning við gerð fjárhagsáætlunar 2015. Deildarstjórar hafa skilað inn áætlunum fyrir sín svið til fjármálastjóra. Stefnt er að því að hægt verði að leggja endanlegan fjárhagsramma fram í bæjarstjórn á fyrri fundi hennar í júní.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagðan ramma að fjárhagsáætlun 2015 og vísar honum til endanlegar vinnslu í nefndum sveitarfélagsins á komandi hausti.
Skoðuð áætlun um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015 og þriggja ára áætlunar, en líkt og á síðasta ári liggja nú fyrir frumáætlanir frá starfsmönnum stofnunum og nefndum. Verkefni haustsins verður svo að leggja lokahönd á þær áætlanir.
Farið yfir vinnuplanið vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í september verður aðal vinnan við hana í nefndum og hjá starfsmönnum. Samkvæmt reglum eiga fjárhagsáætlanir sveitarfélaga að vera tilbúnar til afgreiðslu í bæjarstjórn í lok október.
Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar 2015. Sérstaklega fór hann yfir fyrstu tekjuspá og þær forsendur sem hann notar við gerð hennar.
Á fundinn mættu Guðmundur Kröyer form. atvinnu- og menningarnefndar og Adda Birna Hjálmarsdóttir form. íþrótta- og tómstundanefndar ásamt Óðni Gunnari Óðinssyni starfsmanni nefndanna og kynntu endurskoðuð drög að fjárhagsáætlunum nefndanna. Fóru þau yfir áherslur nefndanna og helstu frávik frá römmum og kynntu hagræðingar sem gerðar hafa verið til að ná þeim.
Síðan kom Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og kynnti stöðu fræðslunefndar varðandi fjárhagsáætlunina.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór síðan yfir heildarmyndina á fjárhagsáætluninni eins og hún birtist þegar hann er búinn að setja saman áætlanir nefndanna.
Ómar Þröstur Björgólfsson og Árni Kristinsson mættu á fund og kynntu helstu atriði fjárhagsáætlunar umhverfis- og framkvæmdanefndar 2015. Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór svo yfir nýjustu samantekt sína á fjárhagsáætlun 2015 og uppfærslu á tekjuspá ársins miðaða við nýjustu upplýsingar og forsendur.
Stefnt að því að bæjarráð afgreiði fjárhagsáætlunina á næsta fundi sínum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri lagði fram samantekin drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015, en nú hafa nefndir afgreitt sínar áætlanir og vísað þeim til umræðu og frekari vinnslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn óbreytt álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2015. Útsvar verði 14,52% Fasteignaskattur verði 0,5 % á A-lið sem er íbúðarhúsnæði, 1,32 % á B-lið sem er opinbert húsnæði og 1,65% af C-lið, sem er atvinnuhúsnæði. Lóðarleiga verði 0,75% fyrir allar lóðir.
Bæjarráð leggur jafnfram til að afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir: Hámarksafsláttur verði 61.000 kr.
Lágmarkstekjur einstaklings verði 2.343.000 og hámark verði 3.075.000
Lágmarkstekjur hjóna verði 3.296.000 og hámarkstekjur verði 4.174.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2016 - 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.
Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2016 - 2018.
Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fjárhagsáætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið voru í þessari röð: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem bar fram fyrirspurnir. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, en hinni fyrirspurn Páls, varðandi kostnað við íþrótta- og tómstundanefnd, var vísað til bæjarráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2015, ásamt þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunar 2015 miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.00.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn óbreytt álagningarhlutföll útsvars, fasteignaskatts og lóðarleigu fyrir árið 2015. Útsvar verði 14,52% Fasteignaskattur verði 0,5 % á A-lið sem er íbúðarhúsnæði, 1,32 % á B-lið sem er opinbert húsnæði og 1,65% af C-lið, sem er atvinnuhúsnæði. Lóðarleiga verði 0,75% fyrir allar lóðir sveitarfélagsins.
Breytingar á reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Fljótsdalshéraði árið 2015.
Bæjarstjórn samþykkir að afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir: Hámarksafsláttur verði 61.000 kr.
Lágmarkstekjur einstaklings verði 2.343.000 og hámark verði 3.075.000
Lágmarkstekjur hjóna verði 3.296.000 og hámarkstekjur verði 4.174.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að öðru leyti er vísað til liðar 1 í þessari fundargerð.
Tekin fyrir fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2018, eins og bæjarstjórn vísaði henni til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur til að 410 þúsund kr. verði færðar af lið 06-02 íþrótta - og frístundanefnd og færðar á liðinn 06-89 önnur framlög. Vegna fyrirspurnar vegna kostnaðar við fundi nefnda, verður tekið saman yfirlit yfir áætlaðan fundafjölda nefnda á næsta ári og kostnað við þá fyrir næsta bæjarráðsfund.
Farið yfir stöðu mála varðandi breytingar á gjaldskrám og nefndir hvattar til að ganga formlega frá þeim þannig að hægt verði að afgreiða þær sem mest samhliða fjárhagsáætlun.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:
Sorphirðu- og sorpförgunargjald verður 24.253,- kr. á hverja íbúð í þéttbýli, á lögbýli og íbúðarhús utan þéttbýlis.
Gjald fyrir auka gráa tunnu (undir almennt sorp) verður 8.585,- kr/ár
Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar: Grófur óflokkaður úrgangur 37,80,- kr/kg Blandaður úrgangur 32,60,- kr/kg. Seyra/úrgangur úr fituskiljum 5,60,- kr/kg Endurvinnanlegt timbur 10,80,- kr/kg Óendurvinnanlegt timbur 32,60,- kr/kg Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 22,50,- kr/kg Kjöt og sláturúrgangur 22,50,- kr/kg Heimilistæki o.fl. 0,00,- kr/kg Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír og annar pappír ótækur til endurvinnslu 32,60,- kr/kg Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. 20,00,- kr/kg Ýmis spilliefni, s.s.málning, lyf, sprautunálar, flugeldar, úðabrúsar 100,00,- kr/kg Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar yfir 100 lítrum 6.627,- kr/stk Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar undir 100 lítrum 1.658,- kr/stk.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár, sem samþykkt hafa verið af umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanna, aksturs- og flutningskostnaður: kr. 7.000,- á hvern stórgrip. Kr. 3.500,- á hverja kind. Í þeim tilvikum þar sem Fljótsdalshérað hefur búfé í vörslu yfir 6 klukkustundir þá er kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður: kr. 15.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips. kr. 5.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.
Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu framlagða gjaldskrá og felur starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:
Sorphirðu- og sorpförgunargjald verður 24.253,- kr. á hverja íbúð í þéttbýli, á lögbýli og íbúðarhús utan þéttbýlis.
Gjald fyrir auka gráa tunnu (undir almennt sorp) verður 8.585,- kr/ár
Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar: Grófur óflokkaður úrgangur 37,80,- kr/kg Blandaður úrgangur 32,60,- kr/kg. Seyra/úrgangur úr fituskiljum 5,60,- kr/kg Endurvinnanlegt timbur 10,80,- kr/kg Óendurvinnanlegt timbur 32,60,- kr/kg Lífrænn úrgangur til jarðgerðar 22,50,- kr/kg Kjöt og sláturúrgangur 22,50,- kr/kg Heimilistæki o.fl. 0,00,- kr/kg Bylgjupappi, dagblöð, tímarit, skrifstofupappír og annar pappír ótækur til endurvinnslu 32,60,- kr/kg Olíuúrgangur s.s. ódælanlegur úrgangur og olíumengaður jarðvegur, tvistur o.fl. 20,00,- kr/kg Ýmis spilliefni, s.s.málning, lyf, sprautunálar, flugeldar, úðabrúsar 100,00,- kr/kg Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar yfir 100 lítrum 6.627,- kr/stk Umbúðir spilliefnamerktar eða -mengaðar undir 100 lítrum 1.658,- kr/stk.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár, sem samþykkt hafa verið af umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi gjaldskrá og felur starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda:
Kostnaður vegna handsömunar og vörslu, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanna, aksturs- og flutningskostnaður: kr. 7.000,- á hvern stórgrip. Kr. 3.500,- á hverja kind. Í þeim tilvikum þar sem Fljótsdalshérað hefur búfé í vörslu yfir 6 klukkustundir þá er kostnaður vegna vörslu, fóðrunar, brynningar og eftir atvikum hýsingar, þ.m.t. umsjón verks, vinna starfsmanns, aksturs- og flutningskostnaður: kr. 15.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hvers stórgrips. kr. 5.000,- á hvern byrjaðan sólarhring vegna hverrar kindar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Að öðru leyti vísast til afgreiðslu í lið 1 í þessari fundargerð.
Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 og þriggja ára áætlun áranna 2016 - 2018. og Stefán Bogi Sveinsson,
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2015 eru eftirfarandi: ( Í þús. kr)
Úr sjóðstreymi A-hluta: Veltufé frá rekstri 355.785 Fjárfestingarhreyfingar -78.070 Tekin ný langtímalán 30.000 Afborganir lána -325.262 Aðrar fjármögnunarhreyfingar -32.107
Handbært fé í árslok 693
SAMANTEKINN A- og B HLUTI (í þús. kr.) (A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Dvalarheimili, Félagslegar íbúðir, Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands og Fasteignafélag Iðavalla ehf)
Eftirfarandi tillaga lögð fram; Bæjarstjórn samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun áranna 2016 til 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram; Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2016 - 2018, sem einnig koma fram í framlagðri áætlun ársins 2015, sbr. útsend gögn.
Guðlaugur Sæbjörnsson lagði fram og kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
Eftirfarandi tillaga að viðauka er sem hér segir:
Framlag til Skíðafélagsins í Stafdal vegna snjótroðara kr. 2.000.000,- verði tekið af lið 08-010 (Álögð sorpgjöld) og fært á lið 06-650 (Skíðafélagið í Stafdal).
Framlag til Skotfélags Austurlands vegna brúargerðar, kr. 3.000.000,-, verði tekið af lið 06-560 (Héraðsþrek) og fært á lið 06-880 (Skotíþróttir).