Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

265. fundur 08. september 2014 kl. 09:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

Málsnúmer 201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga vegna ársreiknings 2013, þar sem óskað er skýringa á frávikum frá fjárhagsáætlun ársins. Þau skýrast einkum af reiknuðum stærðum sem áhrif höfðu á rekstur ársins.
Einnig óskar nefndin eftir að fá afrit af útkomuspá ársins 2014.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að senda nefndinni umbeðin gögn.

Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaðar breytingar á umhverfis- og framkvæmdasviði,svo sem tilfærslu verkefna og mönnun starfa, sem koma í kjölfar breyttrar nefndaskipunar sl. sumar.

2.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201405038

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar 2015. Sérstaklega fór hann yfir fyrstu tekjuspá og þær forsendur sem hann notar við gerð hennar.

3.Fundargerð 173.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201409012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 174.fundar stjórnar HEF.

Málsnúmer 201409010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201407058

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Karel Hannessyni, dags. 2. sept. 2014 þar sem óskað er eftir því að mál sem sveitarstjórn vill leggja fram á landsþinginu til umræðu verði send honum í síðasta lagi þriðjudaginn 9. september. nk.

Bæjarráð leggur til tvö mál. Starfsumhverfi sveitarstjórna og starfskjör kjörinna fulltrúa og sveitarfélögin og auðlindir innan þeirra.

6.Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201409014

Lagður fram tölvupóstur frá Lárusi Bjarnasyni sýslumanni á Seyðisfirði til sveitarstjórna á Austurlandi, dags. 3. september 2014, þar sem boðið er upp á kynningarfundi með bæjarráði eða bæjarstjórn vegna fækkunar og stækkunar sýslumannsembætta.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur þegar fundað með sýslumanni og skrifstofustjóra Sýslumannsins á Seyðisfirði og sent Innanríkisráðherra bréf í framhaldi af þeim fundi. Bæjarráð mun fylgjast áfram með framvindu málsins.

7.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Málinu frestað.

8.Fræðslu- og forvarnarfundur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201409015

Lagður fram tölvupóstur frá Elvari Bragasyni forstöðumanni Lífsýnar, dags. 3. sept. 2014, með beiði um stuðning til að halda forvarnarfund á Egilsstöðum 17. okt. næstkomandi.

Bæjarráð hafnar erindinu.

9.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 201409017

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 1. september 2014, með beiðni um umsögn um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við slökkviliðsstjóra, að vinna drög að umsögn sem síðan verður lögð fyrir bæjarráð.

10.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201103185

Rætt um skipan starfshóps um menningarhús á Fljótsdalshéraði, sem hóf störf á síðasta kjörtímabili. Athugasemd hefur komið fram um að í þeim hópi eigi nú enginn fulltrúi út atvinnu- og menningarmálanefnd sæti.

Bæjarráð samþykkir að endurskipa fulltrúa í hópinn og að eftirtaldir skipi hann: Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal frá bæjarráði og Guðmundur Kröyer formaður atvinnu- og menningarmálanefndar.

Bæjarstjóri verði áfram starfsmaður hópsins.

11.Samningur vegna flugslysaæfingar

Málsnúmer 201409022

Lögð fram drög að samstarfssamningi um flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli sem haldin verður 20.september 2014.

Bæjarráð samþykkir að leggja til þá aðstöðu og búnað sem bæjarstjóri kynnti og fram kom í viðræðum hans við Óskar Bjartmars lögreglustjóra. Kostnaður færist á liðinn almannavarnir.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning um verkefnið.

12.Innheimtuþjónusta

Málsnúmer 201409023

Lagt fram erindi frá Önnu Dís Pálmadóttur f.h. Sóknar lögmannsstofu, dags. 3. september 2014 með beiðni um að fá að gera sveitarfélaginu tilboð í innheimtuþjónustu.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar, enda liggi þar fyrir frekari upplýsingar um málið frá fjármálstjóra.

13.Fljótsdalshreppur. Samstarfssamningur sem tekur til starfsemi Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201002066

Lögð fram drög að viðauka við samstarfssamning um starfsemi Hallormsstaðaskóla, með athugasemdum sem komið hafa frá Fljótsdalshreppi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð óskar eftir því að fræðslufulltrúi, í samráði við fjármálastjóra og oddvita Fljótsdalshrepp, vinni fylgiskjal við samninginn þar sem nánar verður tekið á kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir drögin með framkomnum athugasemdum, eins og þau liggja nú fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

Málsnúmer 201201015

Skrifstofustjóri lagði fram drög að dagsetningum og mönnun viðtalstíma bæjarfulltrúa á komandi vetri. Líkt og á síðasta ári er gert ráð fyrir að viðtalstímarnir verði mánaðarlega á fimmtudögum frá kl. 16:30 til 18:30.

Eftirfarandi tillaga lögð fram til skoðunar, en síðan vísað til næsta fundar bæjarráðs til afgreiðslu.

16. október 2014 Sigrún Harðardóttir Stefán Bogi Sveinsson
13. nóvember 2014 Anna Alexandersdóttir Páll Sigvaldason
13. des. 2014 Sigrún Blöndal Gunnar Jónsson
15. janúar 2015 Guðmundur Kröyer Gunnhildur Ingvarsdóttir
19. febrúar 2015 Árni Kristinsson Anna Alexandersdóttir
19. mars 2015 Gunnar Jónsson Stefán Bogi Sveinsson
16. apríl 2015 Sigrún Blöndal Páll Sigvaldason
21. maí 2015 Þórður Þorsteinsson Gunnhildur Ingvarsdóttir
Kl.10:30 mætti bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar til fundar við bæjarráð Fljótsdalshéraðs, til að fara yfir ýmis sameiginleg mál sveitarfélaganna. Lauk þeim fundi kl. 12:00.

Fundi slitið - kl. 13:00.