Árni Pálson, nýráðinn forstöðumaður félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs, fór yfir starfsemina. Stefán ræddi litla aðsókn í Afrek, t.d. þegar krakkar frá Brúarási kæmu þangað væru þau í miklum meirihluta. Guðmundur tók fram að stór kostur við Afrek væri íþróttasalurinn.
Eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið. Halldór spurði hvort t.d. krakkarnir sem ekki væru í Egilsstaðarskóla settu sig á móti því að t.d. Nýjung yrði byggð meira upp og fannst þeim það ekki skipta máli.
Einnig kom aðeins til umræðu að þetta væri allt eitt sveitarfélag og því væri bara gaman að allir kynntust á einum stað í stað þess að vera með tvo staði í gangi. Meiri fókus.
Árni sagði að eins og er, væri planið að reka þetta eins áfram en yrði líklega endurskoðað í mars. Þangað til væri gerð könnun á mætingu í hverri stöð fyrir sig og ákvörðun tekin í framhaldinu.
Bæjarráð fagnar góðri umræðu ungmennaráðs um félagsmiðstöðvarnar og hugmyndum þeirra um uppbyggingu betri þjónustu fyrir börn og unglinga sem þau gætu öll nýtt sér. Bæjarráð vísar tillögum og bókun ungmennaráðs til vinnu við endurskoðun á fyrirkomulegi félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.
Málefni félagsmiðstöðvanna var á dagskrá fundar ráðsins í desember. Á þeim fundi kom m.a. fram að "eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið."
Fram kom að búið er að fela Árna Pálssyni að gera könnun meðal iðkenda félagsmiðstöðvanna um viðhorf til sameiningar þeirra.
Málefni félagsmiðstöðvanna var á dagskrá fundar ungmennaráðs í desember. Á þeim fundi kom m.a. fram að "eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið."
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Að tillögu ungmennaráðs er búið er að fela Árna Pálssyni að gera könnun meðal notenda félagsmiðstöðvanna um viðhorf til sameiningar þeirra. Niðurstöðu úr þeirri könnun er að vænta fljótlega og munu bæjaryfirvöld hafa hana til hliðsjónar við endurskipulagningu á starfsemi félagsmiðstöðvanna.
Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva, mætti á fundinn og kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var í 7.-10. bekk grunnskólanna á Fljótsdalshéraði. Þáttaka í henni var góð og niðurstöður nokkuð ótvíræðar. Þar kemur fram að meirihluti nemenda er fylgjandi sameiningu félagsmiðstöðvanna í öllum fjórum skólunum. Varðandi staðsetningu sameinaðar félagsmistöðvar voru 73% svarenda á því að hún ætti að vera í Nýung.
Ungmennaráð telur að félagsleg hagræðing af sameiningu miðstöðvanna sé ótvíræð, krakkar af öllu Héraði kynnast og meiri stemning myndast og minni hætta er á skiptingu milli "hvverfa". Hægt væri að nýta Sláturhúsið undir vissa stærri viðburði. Passa verður samt sem áður að í hverjum skóla fyrir sig verði vísir að tómstundarstarfi / aðstöðu sem ætti að vera auðvelt ef til sameinginar kemur vegna minni húsaleigu.
Ungmennaráð spyr: Hver er hagræðingin og hvað sparast. Verður málaflokkurinn skorinn niður sem því nemur eða verður fjármagn nýtt í að byggja upp eins og áður segir sem tómstundareiningar í skólunum og tómstundarstarf innan skólanna eftir hefðbundinn skólatíma, ásamt því að leggja meiri metnaði í að gera Nýjung betri stað til að vera á?
Tekin fyrir afgreiðsla ungmennaráðs á niðurstöðu könnunar ungmenna í 7. til 10. bekk grunnskólanna á Héraði varðandi rekstur félagsmiðstöðva.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Forstöðumanni félagsmiðstöðva, ásamt fræðslufulltrúa falið að vinna tillögu að endurskipulagningu á fyrirkomulagi og rekstri félagsmiðstöðvanna með hliðsjón af bókun ungmennaráðs.
Fyrir liggja gögn um endurskipulagningu á fyrirkomulagi og rekstri félagsmiðstöðvanna með hliðsjón af tillögu ungmennaráðs um sameiningu félagsmiðstöðvanna.
Tekin til umfjöllunar skýrsla um félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek og niðurstaða skoðunarkönnunar á meðal barna í 7. til 10. bekk grunnskólanna um mögulega sameiningu þeirra, sem gerð var sl. vor að frumkvæði ungmennaráðs. Umfjöllun um erindið var frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Til fundarins mættu Óðinn Gunnar Óðinsson, Helga Guðmundsdóttir og Árni Pálsson, en þau skipuðu vinnuhópinn sem fjallaði um félagsmiðstöðvarnar og framtíðarskipulag þeirra og skilaði síðan greinargerð um niðurstöðurnar. Óðinn fór í byrjun yfir helstu punkta úr greinargerðinni og þá kosti sem þar eru dregnir fram. Að því loknu svöruðu þau spurningum fundarmanna og veittu frekari upplýsingar.
Bæjarráð leggur áherslu á að kynna þarf vel möguleikann á sameiginlegri félagsmiðstöð fyrir börnum og foreldrum þeirra í grunnskólunum. Einnig er mikilvægt að fyrir liggi ákvörðun um fyrirkomulag almenningssamgangna áður en kemur til mögulegrar sameiningarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að kynna þarf vel möguleikann á sameiginlegri félagsmiðstöð fyrir börnum og foreldrum þeirra í grunnskólunum. Einnig er mikilvægt að fyrir liggi ákvörðun um fyrirkomulag almenningssamgangna áður en kemur til mögulegrar sameiningar félagsmiðstöðvanna.
Kynningarfundur um hugmyndir um sameiginlega félagsmiðstöð, sbr. bókun bæjarstjórnar 17. september 2014.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að kynningarfundur um hugmyndir um sameiningu félagsmiðstöðvanna verði haldinn fyrir 10. mars 2015. Starfsmanni falið að undirbúa fundinn.
Kynningarfundur um hugmyndir um sameiginlega félagsmiðstöð, sbr. bókun bæjarstjórnar 17. september 2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að kynningarfundur um hugmyndir um sameiningu félagsmiðstöðvanna verði haldinn fyrir 10. mars 2015. Starfsmanni íþrótta- og tómstundanefndar falið að undirbúa fundinn.
Á fundinn undir þessum lið sat Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek verði sameinaðar og ný félagsmiðstöð taki til starfa 1. september 2015, með aðsetur í húsnæði Nýungar. Skoðað verði að hluti af skipulagðri starfsemi fyrir miðstig fari fram í Fellaskóla. Nefndin leggur til að efnt verði til samkeppni um nafn á nýrri félagsmiðstöð. Jafnframt verði tryggðar almenningssamgöngur á milli Fellabæjar og Egilsstaða á opnunartíma nýrrar miðstöðvar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek verði sameinaðar og ný félagsmiðstöð taki til starfa 1. september 2015, með aðsetur í húsnæði Nýungar. Skoðað verði að hluti af skipulagðri starfsemi fyrir miðstig fari fram í Fellaskóla. Bæjarstjórn leggur til að efnt verði til samkeppni um nafn á nýrri félagsmiðstöð. Jafnframt verði tryggðar almenningssamgöngur á milli Fellabæjar og Egilsstaða á opnunartíma nýrrar félagsmiðstöðvar.
Stefán ræddi litla aðsókn í Afrek, t.d. þegar krakkar frá Brúarási kæmu þangað væru þau í miklum meirihluta. Guðmundur tók fram að stór kostur við Afrek væri íþróttasalurinn.
Eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið.
Halldór spurði hvort t.d. krakkarnir sem ekki væru í Egilsstaðarskóla settu sig á móti því að t.d. Nýjung yrði byggð meira upp og fannst þeim það ekki skipta máli.
Einnig kom aðeins til umræðu að þetta væri allt eitt sveitarfélag og því væri bara gaman að allir kynntust á einum stað í stað þess að vera með tvo staði í gangi. Meiri fókus.
Árni sagði að eins og er, væri planið að reka þetta eins áfram en yrði líklega endurskoðað í mars. Þangað til væri gerð könnun á mætingu í hverri stöð fyrir sig og ákvörðun tekin í framhaldinu.