Íþrótta- og tómstundanefnd

7. fundur 14. janúar 2015 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411043

Til umræðu voru áherslur og verkefni á starfsáætlun íþrótta og tómstundanefndar á árinu 2015. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi.

2.Undirbúningshópur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201501024

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að myndaður verði undirbúningshópur um aðstöðumál vegna unglinigalandsmóts UMFÍ á Fljótsdalshéraði 2017. Tveir verði frá sveitarfélaginu og tveir frá UÍA. Gengið verður frá tilnefningu í undirbúningshópinn á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðstaða fyrir hópfimleika

Málsnúmer 201411103

Fyrir liggur minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, dagsett 18. nóvember 2014, um úttekt á möguleikum þess að nota kjallara fjölnotahússins í Fellabæ fyrir hópfimleika. Fram kemur í henni að aðstaðan hentar ekki fyrir slíka starfsemi.
Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála þessari niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ

Málsnúmer 201411165

Fyrir liggur umsókn frá bogfimideild Skotfélags Austurlands þar sem óskað er eftir samningi við sveitarfélagið um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ fyrir starfsemi deildarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í að gerður verði samningur við félagið um gjaldfrjáls afnot deildarinnar af fjölnotahúsinu og felur starfsmanni að undirbúa samning í samstarfi við deildina og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

Málsnúmer 201410031

Fyrir liggur styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Bjarka Þorvaldi Sigurbjartssyni, vegna fjórðungsmóts hestamanna árið 2015.
Málið var áður á dagskrá 22. nóvember 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 til Freyfaxa vegna fjórðungsmótsins, sem tekin verði af lið 06.89. Vegna óska félagsins um framlag í formi vinnu vinnuskólans beinir nefndin því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni

Málsnúmer 201410049

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Dagbjörtu Kristinsdóttur, vegna ferðakostnaðar Kristins Más Hjaltasonar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll 15.-17. október 2014.
Málið var áður á dagskrá 22. nóvember 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000 vegna ferðakostnaðar Kristins á landsliðsæfingar og Evrópumeistaramótið, sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Kynningarfundur um hugmyndir um sameiginlega félagsmiðstöð, sbr. bókun bæjarstjórnar 17. september 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að kynningarfundur um hugmyndir um sameiningu félagsmiðstöðvanna verði haldinn fyrir 10. mars 2015. Starfsmanni falið að undirbúa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tómstunda- og forvarnafulltrúi

Málsnúmer 201408082

Kynnt var ráðning Öddu Steinu Haraldsdóttur í starf tómstunda- og forvanrafulltrúa hjá Fljótsdalshéraði.

9.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201501040

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, dagsettur 8. janúar 2015, um gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar og stefnu sveitarfélagsins um endurnýjun búnaðar.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að svara bréfritara varðandi gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar. Varðandi stefnu nefndarinnar um endurnýjun búnaðar vill nefndin taka fram að samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir umtalsverðri aukningu á fjármagni til búnaðarkaupa í Héraðsþreki á þessu ári og stefna nefndarinnar er að árelga verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar búnaðar þar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 19:00.