Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni

Málsnúmer 201410049

Íþrótta- og tómstundanefnd - 5. fundur - 22.10.2014

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Dagbjörtu Kristinsdóttur, vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll 15.-17. október 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í málið en þar sem fjármunir nefndarinnar til styrkveitingar 2014 eru uppurnir þá frestar nefndin afgreiðslu málsins þar til fjárhagsáætlun fyrir 2015 liggur fyrir. Nefndin óskar Kristni og félögum hans, sem uppaldir eru í fimleikadeild Hattar og tóku þátt í landliði Íslands vegna Evrópumótsins, til hamingju með árangurinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og frístundanefnd og óskar fimleikafólki frá Hetti sem kepptu fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti í hópfimleikum í Laugardagshöll 15.-17. okt. sl. til hamingju með árangurinn.
Málið er að öðru leyti í vinnslu hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 7. fundur - 14.01.2015

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Dagbjörtu Kristinsdóttur, vegna ferðakostnaðar Kristins Más Hjaltasonar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll 15.-17. október 2014.
Málið var áður á dagskrá 22. nóvember 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000 vegna ferðakostnaðar Kristins á landsliðsæfingar og Evrópumeistaramótið, sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Dagbjörtu Kristinsdóttur, vegna ferðakostnaðar Kristins Más Hjaltasonar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll 15. - 17. október 2014.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 22. nóvember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000 vegna ferðakostnaðar Kristins á landsliðsæfingar og Evrópumeistaramótið, sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.