Íþrótta- og tómstundanefnd

5. fundur 22. október 2014 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

Málsnúmer 201410031

Fyrir liggur styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Bjarka Þorvaldi Sigurbjartssyni, vegna fjórðungsmóts hestamanna árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í málið og mun taka það aftur upp í upphafi næsta árs þegar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni

Málsnúmer 201410049

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Dagbjörtu Kristinsdóttur, vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll 15.-17. október 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í málið en þar sem fjármunir nefndarinnar til styrkveitingar 2014 eru uppurnir þá frestar nefndin afgreiðslu málsins þar til fjárhagsáætlun fyrir 2015 liggur fyrir. Nefndin óskar Kristni og félögum hans, sem uppaldir eru í fimleikadeild Hattar og tóku þátt í landliði Íslands vegna Evrópumótsins, til hamingju með árangurinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201410064

Upplýst að Hreinn Halldórsson mun láta af störfum sem forstöðumaður íþróttamannvirkja um næstu áramót og að auglýst hefur verið eftir forstöðumanni íþróttamiðstöðvar.

Fundi slitið - kl. 18:00.