Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

Málsnúmer 201410031

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 5. fundur - 22.10.2014

Fyrir liggur styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Bjarka Þorvaldi Sigurbjartssyni, vegna fjórðungsmóts hestamanna árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í málið og mun taka það aftur upp í upphafi næsta árs þegar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 7. fundur - 14.01.2015

Fyrir liggur styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Bjarka Þorvaldi Sigurbjartssyni, vegna fjórðungsmóts hestamanna árið 2015.
Málið var áður á dagskrá 22. nóvember 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 til Freyfaxa vegna fjórðungsmótsins, sem tekin verði af lið 06.89. Vegna óska félagsins um framlag í formi vinnu vinnuskólans beinir nefndin því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggur styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Bjarka Þorvaldi Sigurbjartssyni, vegna fjórðungsmóts hestamanna árið 2015. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 22. nóvember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 til Freyfaxa vegna fjórðungsmótsins, sem tekin verði af lið 06.89. Vegna óska félagsins um framlag í formi vinnu vinnuskólans beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Erindi dagsett október 2014 þar sem Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson f.h. Hestamannafélagsins Freyfaxa óskar eftir styrk, sem kæmi til með að nýtast við undirbúning fjórðungsmóts á Stekkhólma. Vegna óska félagsins um framlag í formi vinnu vinnuskólans er málinu beint til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að taka þetta verkefni með í undirbúningi fyrir Vinnuskólann 2014 með fyrirvara um að nægjanlagt vinnuafl sé í vinnuskólanum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að taka þetta verkefni með í undirbúningi fyrir vinnuskólann 2015, með fyrirvara um að nægjanlegt vinnuafl fáist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.