Umhverfis- og framkvæmdanefnd

16. fundur 11. febrúar 2015 kl. 17:00 - 21:03 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána sem er Ylströnd við Urriðavatn og verður sá liður númer 28 í dagskránni.

1.Samþykktir um gæludýrahald

Málsnúmer 201412001Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

2.Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

Málsnúmer 201410031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett október 2014 þar sem Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson f.h. Hestamannafélagsins Freyfaxa óskar eftir styrk, sem kæmi til með að nýtast við undirbúning fjórðungsmóts á Stekkhólma. Vegna óska félagsins um framlag í formi vinnu vinnuskólans er málinu beint til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að taka þetta verkefni með í undirbúningi fyrir Vinnuskólann 2014 með fyrirvara um að nægjanlagt vinnuafl sé í vinnuskólanum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201502018Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tilkynningar frá Vegagerðinni dag. 02.02.2015 um niðurfellingu eftirtaldra vega af vegaskrá:
Bakkagerðisvegur nr.9174-01, Eyjólfsstaðavegur nr.9358-01, Grundarvegur nr.9212-01, Hleinargarðsvegur nr.9449-01, Hreiðarsstaðavegur nr.9307-01, Grímsárvirkjunarvegur nr.9384 og Hreimsstaðavegur nr.9478-01.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á, að á Eyjólfsstöðum, Hreiðarstöðum og í Grímsárvirkjun, er rekin atvinnustarfsemi þótt ekki sé þar föst búseta. Nefndin væntir þess að þessi vegir verði aftur settir á vegaskrá þegar búseta breytist á jörðunum.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsmiðstöðin Ný-ung

Málsnúmer 201502016Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 30.01.2015, starfsstöð Ný-ung, Tjarnarlöndum 11.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að forstöðumenn bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsmiðstöðin Afrek

Málsnúmer 201502017Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 30.01.2015, starfsstöð Afrek, Smiðjuseli 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að forstöðumenn bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sláturhúsið-menningarmiðstöð

Málsnúmer 201501276Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 28.01.2015, starfsstöð Sláturhúsið-Menningarsetur, Kaupvangi 7.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að forstöðumenn bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Íþróttamiðstöð, sundlaug/eftirlitsskýrsla

Málsnúmer 201501252Vakta málsnúmer

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlits ríkisins dagsett 21.01.2015, reglubundin skoðun Íþróttamiðstöð, sundlaug Tjarnarbraut 26.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að forstöðumenn bregðist við þeim athugasemdum sem eftirlitsaðilar gera hverju sinni.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ljós til að lýsa upp stíga að gangbraut

Málsnúmer 201502027Vakta málsnúmer

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs dagsett 30.01.2015 þar sem vakin er athygli á göngustígum sem þarfnast betri lýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði aukalýsing við eftirfarandi gangbrautir/göngustíga: Við Fagradalsbraut og Seyðisfjarðarveg við Selbrekku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

Málsnúmer 201502037Vakta málsnúmer

Lögð er fram drög að starfsáætlun fyrir árið 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að boðað verði til aukafundar um starfsáætlunina fimmtudaginn 19.02.2015.
Málið er í vinnslu að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Söndun vega í Fellabæ

Málsnúmer 201502038Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 26.01.2015 þar sem Þorsteinn Sigurlaugsson kt.010975-3369 gerir athugasemd við hálkuvarnir í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Ekki eru til neinar almennar reglur um söndun til hálkuvarna. Það er mat hverju sinni hvar á að sanda. Forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar falið að semja verklagsreglur um söndun og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

Málsnúmer 201405118Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 29.01.2015 þar sem Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar, leggur fram til kynningar, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 samkvæmt 2.mgr.4.6.1.gr. Skipulagsreglugerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Sumarblóm fyrir sveitarfélagið sumarið 2015

Málsnúmer 201502039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31.01.2015 þar sem Ásta Sigfúsdóttir kt.030151-2599 og Kjartan Birgir Reynisson kt.040452-4359 óska eftir að leita samninga við sveitarfélagið um kaup og ráðgjöf varðandi sumarblóm og umhirðu.

Esther vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lög fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að kalla eftir hugmyndum bréfritara um verð, fyrirkomulag og vinnutilhögun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fossgerði/ beiðni um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 201502040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31.01.2015 þar sem Ásta Sigfúsdóttir kt.030151-2599 og Kjartan Birgir Reynisson kt.040452-4359 óska eftir, að skilgreiningu á landi þeirra í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 við Fossgerði verði breitt í svæði fyrir landbúnað.

Esther vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Beiðni um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

Málsnúmer 201502042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 03.02.2015 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella sækir um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

Málsnúmer 201409032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 01.09.2014 þar sem stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu um frágang á planinu við Kapvang 2 og 6 sem samþykkt var 02.06.2014. Málið var áður á dagskrá 10.09.2014.
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 05.02.2015 frá Gunnari Agli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar til fyrir liggur niðurstaða frá Hönnurteymi um hugmyndavinnu um ásýnd og umhverfi miðbæjarins á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Ormahreinsun gæludýra

Málsnúmer 201501269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 09.01.2015 þar sem Hrönn Bergþórsdóttir kt.301053-5099 óskar eftir að fá endurgeiddan kostnað vegna ormahreinsunar kattar síns.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Endurgreiðslan nemi ekki hærri upphæð en Fljótsdalshérað greiðir fyrir ormahreinsunina.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að leita leiða til að koma til móts við gæludýraeigendur, sem ekki komast með dýrin í ormahreinsun á auglýstum tímum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Mýnesnáma - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna takmarkaðrar efnistöku

Málsnúmer 201502043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 04.02.2015 þar sem Þórhallur Pálsson f.h. Yls ehf. kt.430497-2199 sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Mýnesnámu fyrir allt að 50.000 m3. fyrir liggur áætlun um efnistökuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

Málsnúmer 201501050Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að uppfærðum snjóhreinsunarkortum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Árhvammurinn, breyting nr. 1 á snjóhreinsunarkortinu verði rauð. Að öðru leyti samþykkir nefndin framlagða tillögu og felur starfsmanni að setja nýtt snjóhreinsunarkort á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þessi breyting hefur verið gerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að verktakasamningi um hugmyndavinnu um ásýnd og umhverfi miðbæjarins á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Fyrrverandi neysluvatnstankur á Þverklettum.

Málsnúmer 201501152Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá Bæjarráði 19.01.2015.
Til umfjöllunar er hugsanleg nýting á neysluvatnstanknum á Þverklettum.
Vísað er til liðar C í fundargerð stjórnar HEF dagsett 14.01.2015
Fyrir liggur tölvupóstur frá Halldóri Warén. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir stofnun lóðar umhverfis tankinn þegar fyrir liggur ákvörðun um aðkomu að fyrirhugaðri lóð.

Já sögðu fjórir (PS, EK, GRE og ÁK)
Einn sat hjá við afgreiðsluna (ÁB)

21.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

Málsnúmer 201410014Vakta málsnúmer

Til umræðu er útboð á efnistöku við Þuríðarstaði.
Málið var áður á dagskrá 10.12.2014 og 28.01.2015.
Lögð eru fram mótmæli Veiðifélags Lagarfljóts við lýsingu sem fram kemur í útboðsgögnum vegna efnistökunnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

22.Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

Málsnúmer 201501231Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppástunga um að breyta nafninu á Einhleypingi í Fellabæ. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.
Lagður er fram tölvupóstur dags. 03.02.2015 frá Páli Sigvaldasyni.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

23.Viðhaldsverkefni fasteigna 2015

Málsnúmer 201501259Vakta málsnúmer

Lagður er fram verkefnalisti á vinnslustigi fyrir fasteignir sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015
Umsjónamaður fasteigna kynnti viðhaldsverkefnin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar umsjónarmanni kynninguna.
Að öðru leyti er málið í vinnslu.

24.Yrkjusjóður/beiðni um fjárstuðning 2015

Málsnúmer 201502050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 04.02.2015 þar sem Sigurður Pálsson formaður Yrkjusjóðs, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna framlaga sjóðsins til plöntukaupa, en í gegn um tíðina hafa skólar nokkurra sveitarfélaga fengið úthlutað trjáplöntum úr sjóðnum.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

25.Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

Málsnúmer 201502051Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 27.01.2015 þar sem Þórarinn Ívarsson Veraldarvinum óskar eftir að halda áfram samstarfi varðandi Ormsteiti. Einnig er boðið að senda hópa til að sinna umhverfismálum.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

26.Beiðni um breytingu á bílskúr

Málsnúmer 201502052Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 06.02.2015 þar sem Halldór B. Warén óskar eftir að breyta bílskúr að Eyvindará 4 í íbúðarherbergi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

27.Bæjarstjórnarbekkurinn 13.12.2014

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Fyrir liggja nokkur málefni til umræðu, sem fram komu á Bæjarstjórnarbekknum 13.12.2014 ásamt uppkasti að samningi milli sveitarfélagsins og bænda um snjómoksrur heimreiða.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

28.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

Málsnúmer 201501002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 09.02.2015 þar sem Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið óskar eftir umsög sveitarfélagsins vegna umsóknar Eflu ehf um undanþágu við gr.5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar nr.90/2013 vegna uppbyggingar ylstrandar við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði undanþága við gr.5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar hvað varðar fjarlægð mannvirkja frá vatninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:03.