Ljós til að lýsa upp stíga að gangbraut

Málsnúmer 201502027

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs dagsett 30.01.2015 þar sem vakin er athygli á göngustígum sem þarfnast betri lýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði aukalýsing við eftirfarandi gangbrautir/göngustíga: Við Fagradalsbraut og Seyðisfjarðarveg við Selbrekku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs dagsett 30.01. 2015, þar sem vakin er athygli á göngustígum sem þarfnast betri lýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sett verði aukalýsing við eftirfarandi gangbrautir/göngustíga:
Við Fagradalsbraut á gangbraut við gatnamót Tjarnarbrautar og við Seyðisfjarðarveg við gatnamót Selbrekku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.