Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8. fundur - 23.09.2014

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starsmanni að kalla hópinn til fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að kalla hópinn til fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 22.10.2014

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Fundur hefur verið haldinn með fulltrúum hönnunarteymisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við MAKE hönnunarteymi um undirbúningsvinnu vegna deiliskipulags miðbæjarins. Í vinnunni felst upplýsingaöflun og hugmyndir um breytingar. Drög að samningi verði lögð fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Fundur hefur verið haldinn með fulltrúum hönnunarteymisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði drög að samningi við MAKE hönnunarteymi um undirbúningsvinnu vegna deiliskipulags miðbæjarins. Í vinnunni felst upplýsingaöflun og hugmyndir um breytingar. Samningsdrögin verði lögð fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggja drög að verktakasamningi um hugmyndavinnu um ásýnd og umhverfi miðbæjarins á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Fyrir liggja drög að verktakasamningi um hugmyndavinnu um ásýnd og umhverfi miðbæjarins á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita þau fh. Fljótdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21. fundur - 08.04.2015

Fyrir liggja hugmyndir sem innlegg í endurskoðun deiliskipulags fyrir Miðbæ Egilsstaða. Anna María Þórhallsdóttir, Steinrún Ótta Stefánsdóttir og Bylgja Lind Pétursdóttir,kynna hugmyndirnar.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
Nefndin er hlynnt því að hugmyndirnar verði nýttar í vinnu við endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 15.04.2015

Fyrir liggja hugmyndir hönnunarteymis sem innlegg í endurskoðun deiliskipulags fyrir Miðbæ Egilsstaða. Anna María Þórhallsdóttir, Steinrún Ótta Stefánsdóttir og Bylgja Lind Pétursdóttir,kynntu umhverfis- og framkvæmdanefnd hugmyndirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar vinnu starfshópsins og er hlynnt því að hugmyndirnar verði nýttar í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.