Umhverfis- og framkvæmdanefnd

8. fundur 23. september 2014 kl. 17:00 - 20:31 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Harðarson varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur liðum við dagskrána, sem eru Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi og Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis og verða þeir liðir númer 15 og 16 í dagskránni.

1.Vinnuskólin bílamál

Málsnúmer 201409112

Til umræðu eru kaup á bíl fyrir vinnuskólann.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Moltugerð

Málsnúmer 201409111

Til umræðu er moltugerð og tækjabúnaður fyrir vinnsluna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela
starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gámar fyrir brotajárn

Málsnúmer 201409110

Til umræðu er að fá gáma fyrir brotajárn í tengslum við tiltekt á iðnaðarlóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að láta kanna hvort lóðarhafar í iðnaðarhverfunum muni notfæra sér gámana til að losa sig við brotajárn.

Ef vilji er fyrir þessari þjónustu er starfsmanni falið að koma söfnuninni af stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr vék af fundi kl. 17:59.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040

Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn, að sorphirðugjald verði hækkað um 2,5% vegna aukins kostnaðar.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að komið verði á fót vinnuhóp skipaður fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdanefnd, félagsmálanefnd og bæjarráði, sem geri stöðuúttekt á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins og gerð verði þarfagreining í framhaldi.

Nefndin telur að það fjármagn sem ætlað er í viðhald gatna dugi enganvegin fyrir lágmarksviðhaldsþörf.

Nefndin vekur athygli bæjarstjórnar á því, að samningur við Íslenska gámafélagið rennur út í lok næsta árs og ekki er gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsramma nefndarinnar vegna vinnu við gerð útboðs.

Fjárhagsáætlunin er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um umsögn vegna byggingaráforma

Málsnúmer 201409103

Erindi dagsett 13.09.2014 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 óskar eftir umsögn vegna áforma um byggingu skýlis yfir vinnutæki á Skipalæk 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd um áformin, í ljósi tilfærslu Upphéraðsvegar til vesturs samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201409088

Erindi dagsett 15.09.2014 þar sem Jón Arnórsson kt.310875-5979, sækir um lóðirnar 1-5 við Klettasel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðunum 1-5 við Klettasel til umsækjenda samkvæmt a) lið 3.greinar Samþykktar um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um geymslulóð

Málsnúmer 201409079

Erindi dagsett 12.09.2014 þar sem Þröstur Stefánsson og Guðný Margrét Hjaltadóttir f.h. Þ.S. Verktakar ehf. kt.410200-3250, sækja um 2000 til 3000 m2 geymslulóð við Miðás.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulaginu fyrir Miðás, þannig að heimilað verði að úthluta lóðum sem geymslulóðum. Samdar verði úthlutunarreglur fyrir slíkar lóðir og gerðar verði viðeigandi breytingar á gjaldskrá.
Afgreiðslu málisin frestað þar til breytingar hafa tekið gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Eldvarnarskoðun/Hallormsstaðaskóli

Málsnúmer 201409078

Lagðar eru fram niðurstöður úr eldvarnaskoðun á Hallormsstaðaskóla dagsett 12.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gerð verði tillaga að endurbótum, sem uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hlymsdalir, mötuneyti/eftirlitsskýrsla HAUST

Málsnúmer 201409076

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 09.09.2014. Staður eftirlits eru Hlymsdalir, mötuneyti.

Lagt fram til kynningar.

10.Þjónusta við innviði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201409066

Erindi frá Leiðir Verkfræðistofa ehf. þar sem vakin er athygli á lausn til að auka þjónustu og um leið auka beinar tekju fyrir veitta þjónustu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að málið fái umfjöllun í atvinnu- og menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Beiðni um stofnun nýrrar faststeignar - Blöndugerði

Málsnúmer 201409053

Erindi dagsett 20.08.2014 þar sem Sigbjörn Jóhannsson kt.190328-7599, Friðrik Kjartansson kt.100264-2699 og Emil Jóhann Árnason kt.311067-5679 óska eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um stofnun nýrrar faststeignar - Stóri-Bakki

Málsnúmer 201409052

Erindi dagsett 20.08.2014 þar sem Ann Kristin Kuenszel kt.280683-2569 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Beiðni um stofnun nýrrar faststeignar - Árbakki

Málsnúmer 201409051

Erindi dagsett 20.08.2014 þar sem Áni ræktun ehf.kt.680711-0380 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Kaupvangur 9, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201408120

Erindi dagsett 22.08.2014 þar sem Halldór Waren, óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á tveimur veggjum á efri hæð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir liggur bókun atvinnu- og menningarnefndar frá 22.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starsmanni að kalla hópinn til fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



16.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201409120

Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.

Esther vék af fundi undir þessum lið.

Málinu frestað.


Fundi slitið - kl. 20:31.