Beiðni um umsögn vegna byggingaráforma

Málsnúmer 201409103

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8. fundur - 23.09.2014

Erindi dagsett 13.09.2014 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 óskar eftir umsögn vegna áforma um byggingu skýlis yfir vinnutæki á Skipalæk 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd um áformin, í ljósi tilfærslu Upphéraðsvegar til vesturs samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Erindi dagsett 13.09. 2014 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 óskar eftir umsögn vegna áforma um byggingu skýlis yfir vinnutæki á Skipalæk 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd um áformin, í ljósi tilfærslu Upphéraðsvegar til vesturs samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna efasemda um að rétt sé að bæjaryfirvöld veiti umsagnir af því tagi sem hér um ræðir kýs ég að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Í því felst ekki afstaða til efnis erindisins.