Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

204. fundur 01. október 2014 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Sigrún Harðardóttir bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

Málsnúmer 201409113

Erindi dagsett 17.09.2014 þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson f.h. Mannvits og Anna María Þórhallsdóttir f.h. MAKE hönnunarteymis óska eftir fundi með umhverfis- og framkvæmdanefnd til að ræða Miðbæjarskipulagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni að kalla hópinn til fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Beiðni um umsögn vegna byggingaráforma

Málsnúmer 201409103

Erindi dagsett 13.09. 2014 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 óskar eftir umsögn vegna áforma um byggingu skýlis yfir vinnutæki á Skipalæk 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd um áformin, í ljósi tilfærslu Upphéraðsvegar til vesturs samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna efasemda um að rétt sé að bæjaryfirvöld veiti umsagnir af því tagi sem hér um ræðir kýs ég að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Í því felst ekki afstaða til efnis erindisins.

1.3.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201409088

Erindi dagsett 15.09.2014 þar sem Jón Arnórsson kt.310875-5979, sækir um lóðirnar 1-5 við Klettasel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta lóðunum 1-5 við Klettasel til umsækjenda samkvæmt a) lið 3.greinar Samþykktar um úthlutun lóða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Umsókn um geymslulóð

Málsnúmer 201409079

Í vinnslu.

1.5.Eldvarnarskoðun/Hallormsstaðaskóli

Málsnúmer 201409078

Í vinnslu.

1.6.Hlymsdalir, mötuneyti/eftirlitsskýrsla HAUST

Málsnúmer 201409076

Lagt fram til kynningar.

1.7.Þjónusta við innviði í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201409066

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Beiðni um stofnun nýrrar fasteignar - Blöndugerði

Málsnúmer 201409053

Erindi dagsett 20.08.2014 þar sem Sigbjörn Jóhannsson kt.190328-7599, Friðrik Kjartansson kt.100264-2699 og Emil Jóhann Árnason kt.311067-5679 óska eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Beiðni um stofnun nýrrar fasteignar - Stóri-Bakki

Málsnúmer 201409052

Erindi dagsett 20.08.2014 þar sem Ann Kristin Kuenszel kt.280683-2569 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Beiðni um stofnun nýrrar fasteignar - Árbakki

Málsnúmer 201409051

Erindi dagsett 20.08.2014 þar sem Áni ræktun ehf.kt.680711-0380 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.Kaupvangur 9, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201408120

Erindi dagsett 22.08.2014 þar sem Halldór Waren, óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á tveimur veggjum á efri hæð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir liggur bókun atvinnu- og menningarnefndar frá 22.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201408040

Fjárhagsáætlun nefndarinnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

1.13.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201409120

Í vinnslu.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 4

Málsnúmer 1409020

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi fundargerðina.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Samningar sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd og varða íþrótta- og tómstundastarf

Málsnúmer 201409104

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406127

Fjárhagsáætlun nefndarinnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

2.3.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

Málsnúmer 201408080

Tillögum íþrótta- og tómstundanefndar varðandi viðhald og fjárfestingar stofnana 2015 sem undir nefndina heyra, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

3.Náttúruverndarnefnd - 1

Málsnúmer 1409016

Til máls tóku Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.2 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.2 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.2.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Samþykkt fyrir náttúruverndarnefnd og náttúruverndarlög - kynning

Málsnúmer 201409073

Lagt fram til kynningar.

3.2.Fundartími náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201409074

Til umræðu á fundi náttúruverndarnefndar var fundartími hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að reglulegir fundir hennar verða kl.17 á þriðjudögum í annarri viku mánaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Ályktanir 9.fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA.

Málsnúmer 201407103

Lagt fram til kynningar.

4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 201409122

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á ársfundi Jöfnunarsjóðs og að Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.1.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201409004

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að unnin verði drög að leigusamningur við Austurför ehf, um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.
Atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa falið að gera drög að samningi og leggja fyrir atvinnu- og menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Ársalir/Samningur um byggðasamlag

Málsnúmer 201409094

Lögð fram drög að samningi um byggðasamlag Ársala b.s. en vegna aukins umfangs í rekstri félagsins þurfti að breyta rekstarfyrirkomulagi þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn eins og hann liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Framhaldsársfundur Austurbrúar 2014

Málsnúmer 201409098

Lagt fram til kynningar.

4.4.Fundir með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014

Málsnúmer 201409099

Lagður fram tölvupóstur frá Aðalbjörgu Rós Óskarsdóttur á skrifstofu nefndasviðs Alþingis, dags. 16. sept.2014, þar sem tilkynnt er um fundardaga og minnt er á að bóka fund með fjárlaganefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstóra að bóka fund með fjárlaganefnd Alþingis og jafnframt að hafa samband við nágrannasveitarfélög um fyrirkomulag hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Beiðni um kaup á landspildu.

Málsnúmer 201409071

Í vinnslu.

4.6.Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201409014

Lagt fram til kynningar.

4.7.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201308104

Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði, þar sem búið er að taka tillit til ábendinga ráðuneytisins varðandi orðalag og tilvitnanir í lög og reglugerðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum. Kort af aðalskipulagi sveitarfélagsins fylgir með samþykktinni, til að sýna frekar skilgreiningu þéttbýlis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201109058

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að stofna vinnuhóp, sem fari yfir og endurskoði fyrirkomulag almenningssamgangna og skólaaksturs í sveitarfélaginu. Eftirtaldir eru skipaðir í hópinn sem fulltrúar framboðanna: Árni Kristinsson, Þórður Mar Þorsteinsson, Guðbjörg Björnsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.
Með hópnum starfi fræðslufulltrúi og verkefnisstjóri umhverfismála, ásamt atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúa. Bæjarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 4

Málsnúmer 1409019

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 2.3 og 2.6 og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Sv. Kröyer. sem ræddi liði 2.3 og 2.6 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.3

Fundargerðin staðfest.

5.1.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

Málsnúmer 201408092

Fyrir liggja teikningar að þjónustuhúsi, skiltum ofl, en verkefnið er unnið með stuðningi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til að skoðað verði hvort fjármunir séu fyrir hendi vegna framkvæmda á þessu ári til verkefnisins til að uppfylla skilyrði fyrir styrkveitingu.
Jafnframt er lögð áhersla á að gert verði ráð fyrir fjármunum til verkefnisins á næsta ári. Bæjarstjórn leggur auk þess til að aftur verði sótt um styrk til verkefnisins úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Húsnæði fyrir Þorpssmiðjuna

Málsnúmer 201409050

Fyrir liggur bréf dagsett 5. september 2014, undirritað af Markúsi Nolte, fyrir hönd Þorpssmiðjunnar, þar sem óskað er eftir að Þorpssmiðjan fái húsnæði/vinnustofu á annarri hæð Sláturhússins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Þorpssmiðjan fái aðstöðu á efri hæð Sláturhússins. Áður en til þess kemur verði sérstakt rými afmarkað fyrir starfsemina, t.d. í samræmi við tillögur forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Gerður verði samningur við Þorpssmiðjuna sem m.a. kveði á um umgengni, leigutíma og endurskoðun samningsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 267

Málsnúmer 1409017

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201406126

Fjárhagsáætlun nefndarinnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

6.2.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

Málsnúmer 201408093

Tillögum atvinnu- og menningarnefndar varðandi viðhald og fjárfestingar stofnana 2015 sem undir nefndina heyra, vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2015.

6.3.Ljósmyndaverkefni hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga

Málsnúmer 201409102

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna misskilnings við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014 samþykkir bæjarstjórn að ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga verði lagðar til kr. 750.000 með því að færa til ónýtt fjármagn af lið 13-05 yfir á lið 05-31. Bæjarstjórn felur fjármálastjóra að leggja þessa breytingu fram sem viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105

Í vinnslu.

6.5.Kór Egilsstaðakirkju/Beiðni um styrk

Málsnúmer 201409075

Fyrir liggur bréf dagsett 12. september frá Kór Egilsstaðakirkju, undirritað af Ástrúnu Einarsdóttur, þar sem óskað er eftir styrk til kórsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Kór Egilsstaðakirkju verði styrktur um kr. 30.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8

Málsnúmer 1409021

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.5 og bar fram fyrirspurn 3.11, til 3.13 og 3.15 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.5, 3.11 til 3.13 og 3.15. og svaraði fyrirspurnum. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði, 3.11 til 3.13, 3.15 og 3.16 og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.11 til 3.13 og 3.16.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Vinnuskólinn bílamál

Málsnúmer 201409112

í vinnslu.

7.2.Moltugerð

Málsnúmer 201409111

Í vinnslu.

7.3.Gámar fyrir brotajárn

Málsnúmer 201409110

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var að fá gáma fyrir brotajárn í tengslum við tiltekt á iðnaðarlóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að láta kanna hvort lóðarhafar í iðnaðarhverfunum muni notfæra sér gámana til að losa sig við brotajárn.
Ef vilji er fyrir þessari þjónustu er starfsmanni falið að koma söfnuninni af stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.