Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015 sem unnin var af þáverandi nefnd. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlunum stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra, frá forstöðumönnum. Auk þess liggja fyrir drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.
Halldór Waren forstöðumaður Vegahússins og Hreinn Halldórsson forstöðumaður íþróttamannvirkja mættu á fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar. Á fundinn undir þessum lið mætti Árni Pálsson forstöðumaður félagsmiðstöðva.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2015 þannig að þeir liðir sem undir nefndina heyra nemi kr. 247.557.000.
Í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og íþróttahússins í Fellabæ verði hækkuð um 10% frá og með næstu áramótum.
Lagt fram til kynningar.